Fara í efni  

Fréttir

Faxabraut lokuð áfram út þessa viku

Faxabraut, frá Jaðarsbraut og að Akraneshöfn, verður lokuð áfram út þessa viku vegna framkvæmda við niðurrif á Sementssvæðinu. Lokunin varir þar til búið er að rífa sílóin sem ekki tókst að fella með sprengiefni í síðustu viku.
Lesa meira

Sorphirðudagatal 2018

Sorphirðudagatal fyrir árið 2018 er nú aðgengilegt á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Kynntu þér dagatalið hér!
Lesa meira

Jólatré sótt 8.-9. janúar

Akraneskaupstaður mun sjá um hirðingu jólatrjáa daganna 8.-9. janúar næstkomandi og er það í boði fyrir alla bæjarbúa. Eina sem þarf að gera er að setja trén út við götu. Ath. eingöngu jólatré verða tekin, ekki annað sorp. Akraneskaupstaður hvetur bæjarbúa til að ganga vel um og hreinsa upp eftir flugelda, sprengjur, kökur og fleira sem falla til vegna nýárs- og þrettándagleði.
Lesa meira

Kosning um Íþróttamann Akraness árið 2017

Þann 6. janúar næstkomandi verður tilkynnt um val á Íþróttamanni Akraness árið 2017. Athöfnin fer fram í Íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum að lokinni þrettándabrennu. Búið er að opna fyrir kosningu um val á Íþróttamanni Akraness og er kosningin opin frá 21. desember til og með 3. janúar. Eyðublað og frekari upplýsingar um aðila sem tilnefndir eru, má nálgast hér.
Lesa meira

Hlé á framkvæmdum á Vesturgötu

Yfir jól og áramót verður gert hlé á framkvæmdum við síðasta kafla á endurgerð Vesturgötu. Stefnt að því að framkvæmdir hefjist á ný í byrjun janúar. Eins og áður hefur komið fram er endurbygging Vesturgötu milli Stillholts og Merkigerðis með þeim stærri framkvæmdaverkefnum sem Akraneskaupstaður sinnir á árinu 2017.
Lesa meira

Aðventuævintýri á Akranesi

Föstudaginn 15. desember kl. 20:00 er Skagamönnum og öðrum gestum boðið að koma í Garðalund og upplifa sannkallað aðventuævintýri. Kveikt verður á ljósunum hans Gutta, Guðbjarts Hannessonar, fyrrverandi skólastjóra Grundaskóla, sem Hollvinasamtök Grundaskóla standa fyrir. Því næst verður leitað að
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingasjóð Vesturlands

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa nú opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Á heimasíðu SSV kemur fram að sjóðurinn veitir verkefnastyrki á sviði menningar, stofn- og rekstrarstyrki menningarmála og styrki til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Verkefnastyrkjum á sviði menninga...
Lesa meira

Íbúar á Akranesi fá fjölnota poka að gjöf

Akraneskaupstaður og Íþróttabandalag Akraness hafa í sameiningu látið framleiða fjölnota poka til þess að gefa íbúum á Akranesi. Fjölnota pokarnir sem um ræðir eru gulir að lit og merktir með skjaldarmerki Akraneskaupstaðar og merki ÍA ásamt gildum þeirra. Fyrstu pokarnir voru afhentir í gær til Sævars Freys Þráinsson bæjarstjóra og Helgu Sjafnar Jóhannesdóttur formanns ÍA.
Lesa meira

Umhverfisviðurkenningar 2017

Afhending umhverfisviðurkenninga fyrir árið 2017 fór fram þann 6. desember síðastliðinn í bæjarþingsal Akraneskaupstaðar. Einar Brandsson formaður skipulags- og umhverfisráðs gerði grein fyrir vali ráðsins á þeim einstaklingum og stofnunum sem fengu umhverfisviðurkenningar í ár.
Lesa meira

Sterkari fjárhagstaða nýtt til eflingar þjónustu við íbúa og uppbyggingu innviða í fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2018

Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2018 og þriggja ára áætlun 2019 til 2021 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Akraness í dag. Einnig var fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun samþykkt.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00