Fara í efni  

Fjölbrautaskóli Vesturlands

Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi var settur í fyrsta sinn haustið 1977. Nemendur við skólann eru um 500 talsins. Skólinn býður upp á nám til stúdentsprófs á félagsfræða- og náttúrufræðabraut og á opinni braut með ýmsum sérsviðum og fjölbreytt nám til starfsréttinda í húsasmíði, rafvirkjun, vélvirkjun og á sjúkraliðabraut. Hægt er að stunda nám til stúdentsprófs samhliða öllu starfsnámi. Einnig er í boði undirbúningsnám á framhaldsskólabraut.

Skólinn kemur til móts við ólíka getu, þarfir og áhuga. Lögð er áhersla á notalegan skólabrag og lýðræðislega kennslu- og stjórnunarhætti. Nemendur eru búnir undir nám við allar deildir háskóla og hefur vegnað sérlega vel í áframhaldandi námi á háskólastigi.

Fjölbrautaskóli Vesturlands býður nemendum góða aðstöðu til náms og félagsstarfa:

  • Vingjarnlegt viðmót, persónuleg samskipti
  • Öflug námsráðgjöf, skólahjúkrun
  • Gott bókasafn og góð vinnuaðstaða
  • Tölvuver, jafningjafræðsla í stærðfræði
  • Afrekssvið í íþróttum,
  • Mötuneyti og heimavist

Nemendafélag skólans, NFFA, heldur uppi fjölbreyttu félagslífi: Leiklist, tónlist, klúbbar, íþróttir, ferðir, dansleikir, kaffihúsakvöld og árshátíð.

Skólameistari er Steinunn Inga Óttarsdóttir.

Nánari upplýsingar um Fjölbrautarskóla Vesturlands má finna á vef skólans, facebook og Instagram.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00