Fara í efni  

Endurhæfingarhúsið Hver

Endurhæfingarhúsið Hver (Hver) er ætlað þeim sem tapað hafa hlutverkum í lífinu vegna veikinda, sjúkdóma, slysa, áfalla eða annarra þátta sem koma í veg fyrir þátttöku í samfélaginu.

Hver er með þrjár þjónustuleiðir Athvarfshluta, Grunnendurhæfingu og Markvissa atvinnuleit.

Athvarfshlutinn er öllum opinn og þar hafa einstaklingar ekki skyldumætingu en geta tekið þátt í námskeiðum og hópum sem þeir skuldbinda sig til að mæta í. Allir sem koma fá viðtal þar farið er yfir það sem í boði er að sækja og markmið með því að mæta er sett í samvinnu við starfsmann.

Grunnendurhæfing er fyrir þá sem stefna á vinnumarkað með einhverjum hætti. Einstaklingar í grunnendurhæfingu fá tenglið sem heldur utan um endurhæfingarferlið í samvinnu við einstaklinginn sjálfan og fagaðila sem koma að málum á endurhæfingartímanum. Einstaklingar sem fara á endurhæfingarlífeyrisgreiðslur skuldbinda sig til að fylgja áætlun í endurhæfingunni. Mætingarskylda er í endurhæfingardagskrá.

Markviss atvinnuleit er samstarfsverkefni við Vinnumálastofnun á Vesturlandi sem jafnframt vísar atvinnuleitendum í þjónustu Hver.

Endurhæfingarhúsið Hver er staðsett á Smiðjuvöllum 28, 2. hæð.

Opið er mánudaga - fimmtudaga frá kl. 9:00 - 15:00 og föstudaga frá kl. 10:30 -13:00.

Sótt er um þjónustu í Hver í gegnum þjónustugátt hér á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Hægt er að fá aðstoð við að skrá sig hjá starfsmönnum Hver og ekki þarf að vera búið að skrá sig inn í þjónustu fyrir fyrsta viðtal.

Frekari upplýsingar veitir forstöðumaður Endurhæfingarhússins, Thelma Hrund Sigurbjörnsdóttir bæði í tölvupósti thelma@akraneskaupstadur.is og í síma 431 2040.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00