Gjaldskrár
Gjaldskrá Guðlaugar
Álagning gjalda 2024
Á fundi bæjarstjórnar Akraness, sem haldinn var þann 12. desember 2023, voru samþykktar eftirfarandi forsendur til grundvallar álagningu útsvars-, fasteigna- og þjónustugjalda á árinu 2024:
Lóðarleiga af nýjum lóðum og endurnýjuðum samningum er 1,199% af fasteignamatsverði atvinnulóða (óbreytt milli ára) og 0,3034% af fasteignamatsverði íbúðarhúsalóða (óbreytt milli ára) og eru innheimt með fasteignagjöldum.
Vatns- og fráveitugjöld eru ákveðin og innheimt af Orkuveitu Reykjavíkur en ekki Akraneskaupstað. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag þeirrar innheimtu er að finna á vef Orkuveitunnar, www.or.is.
Álagning fasteignagjalda er birt rafrænt á www.island.is, en jafnframt er hægt að óska eftir útprentuðum álagningarseðli í Þjónustuveri Akraneskaupstaðar.
Álagning fasteignaskatts er kæranleg til yfirfasteignamatsnefndar og skal kæra borin fram innan þriggja mánaða frá álagningu.
Álagning á sorphirðu- og sorpeyðingargjaldi er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá álagningu.
Gjaldskrár Akraneskaupstaðar hækka almennt um 7% þann 1. janúar 2024 nema annað sé sérstaklega samþykkt í viðkomandi gjaldskrá.
Gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2024 eru 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. september, 15. október en eindagi gjaldanna er 30 dögum síðar eða næsta virkan dag beri hann upp á helgidag. Heildargjöld sem nema lægri fjárhæð en kr. 25.000 innheimtast með einum gjalddaga á ári, þann 15. apríl 2024.
Veitt er ívilnun á fasteignaskatti á árinu 2024, til elli- og örorkulífeyrisþega í samræmi við sérstakar reglur bæjarstjórnar um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.
Gjald vegna meðhöndlunar úrgangs er innheimt með fasteignagjöldum
Gjaldskrá Akranesvita
Gjaldskráin var endurskoðuð og samþykkt í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar þann 12. desember 2023 og tók gildi 1. janúar 2024.
Gjaldskrá Bókasafns Akraness
Gjaldskráin var endurskoðuð og samþykkt í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar þann 12. desember 2023 og tók gildi þann 1. janúar 2024.
Gjaldskrá búfjáreftirlits á Akranesi
1. gr.
Gjald fyrir sérstaka haustskoðun sbr. 11. gr. laga nr. 103/2002, um búfjárhald o.fl. skal miðast við tímaeiningu. Gjald á tímaeiningu sem er ein klst., er kr. 6.924.
2. gr.
Eftirlitsgjald sbr. 15. og 16. gr. laga nr. 103/200, um búfjáreftirlit o.fl. skal vera kr. 6.924 á tímaeiningu.
3. gr.
Aksturkostnaður vegna ferða eftirlitsmanna sbr. 1. og 2. gr. skal greiddur af umráðamanni hlutaðeigandi búfjár. Kostnaður á hvern ekinn km miðast við gjald sem ákveðið er af ferðakostnaðarnefnd fjármálaráðuneytisins. Virðisaukaskattur reiknast aukalega á hverja gjaldtöku skv. 1., 2. og 3. gr.
4. gr.
Þurfi að leita dómsúrskurðar til að tryggja eftirlitsaðilum aðgang að gripahúsum sbr. 15. gr. laga nr. 103/2002 um búfjárhöld o.fl. skal hlutaðeigandi umráðamaður búfjár greiða gjald sem nemur útlögðum kostnaði kaupstaðarins í hverju úrskurðarmáli.
5. gr.
Endurskoðun gjaldskrár þessarar skal fara fram við afgreiðslu fjárhagsáætlunar kaupstaðarins hvert ár.
6. gr.
Gjaldskrá þessi, sem samþykkt var af bæjarstjórn Akraness, er sett með heimild í 4. mgr. 10. gr. laga nr. 103/2002, um búfjárhald o.fl. og staðfestist hér með af ráðherra til að öðlast þegar gildi.
Samþykkt í bæjarstjórn 12. desember 2023 og tekur gildi frá 1. janúar 2024.
Gjaldskrá Byggðasafnsins í Görðum
Gjaldskráin var endurskoðuð og samþykkt í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar þann 12. desember 2023 og tók gildi 1. janúar 2024.
Gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu
1.gr. um gjald fyrir heimaþjónustu
Stuðningsþjónusta (heimaþjónusta) er veitt gegn gjaldi fyrir hverja veitta þjónustustund. Gjöld eru tekjutengd og eru gjaldflokkarnir tveir. Röðun í gjaldflokka tekur mið af framfærsluviðmiðum Tryggingastofnunar ríkisins hverju sinni. Ákvörðun gjaldflokks ræðst af öllum skattskyldum tekjum þjónustuþega, þ.m.t. fjármagnstekjum eins og þær eru samkvæmt skattframtali.
Innheimt er fyrir að hámarki 8 klukkustundir á mánuði. Innheimt er fyrir heimilisþrif og aðstoð við búðarferðir.
Önnur stuðningsþjónusta, þ.e. innlit og persónuleg aðstoð á dagvinnutíma og kvöld- og helgarþjónusta er endurgjaldslaus.
Tekjumörk til ákvörðunar á greiðslu miðast við skattskyldar tekjur einstaklinga og hjóna.
2.gr. um tekjuupplýsingar
Árlega er kallað eftir endurnýjun á tekjuupplýsingum. Kjósi notendur af einhverjum ástæðum að skila ekki inn umsókn og tekjuupplýsingum fyrir tilskilinn tíma greiða þeir fullt gjald.
3.gr. um akstur
Ekki er innheimt gjald fyrir akstur vegna persónulegra erinda, s.s. í búðir og í banka.
Ekki er innheimt gjald fyrir akstursþjónustu sem er á vegum bæjarfélagsins.
4.gr. um lagagrundvöll og gildistöku
Gjaldskrá þessi er sett á grundvelli 26. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og 25. gr. laga um málefni aldraðra nr. 125/1999 og tekur gildi 15. janúar 2022. Frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu á Akranesi frá 15. janúar 2021.
Gjaldskráin var endurskoðuð og samþykkt í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar þann 12. desember 2023 og tók gildi þann 15. janúar 2024.
Gjaldskrá frístundar
Afsláttarkjör:
Einstæðir foreldrar fá 35% afslátt af dvalargjaldi
Systkinaafsláttur
- Yngsta barn greiðir fullt gjald
- Annað systkini greiðir 50% af gjaldi
- Þriðja systkini greiðir 25% af gjaldi
Systkinaafsláttur gildir milli dagforeldra, leikskóla, frístundar og lengdrar viðveru nemenda með fötlun í 5. - 10. bekk. Almennur opnunartími frístundar er til kl. 16:15.
Gjaldskráin var endurskoðuð og samþykkt í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar þann 9. apríl 2024 og tók gildi þann 1. maí 2024.
Gjaldskrá gatnagerðargjalds
Gjaldskrá þessi er endurskoðuð og samþykkt í bæjarstjórn 13. desember 2022 og tók gildi 1. janúar 2023, skv. lögum um gatnagerðargjald nr. 153/2006 og lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna nr. 9/2009.
Álagning og innheimta tengigjalda er hjá Veitum og er ekki hluti þeirra gjalda sem Akraneskaupstaður leggur á innheimtir hjá lóðarhafa sbr. gatnagerðargjaldskrá nr. 666/2022 og þjónusutgjaldskrá nr. 901/2015
Gjaldskrá fyrir heimsendan mat
Tekjumörk til ákvörðunar á greiðslu heimsendingarkostnaðar miðast við sömu forsendur og gjöld fyrir stuðningsþjónustu sbr. 1.gr.
Einstaklingur sem hefur skattskyldar tekjur undir kr. 417.391 á mánuði og hjón sem hafa skattskyldar tekjur undir kr. 666.388 á mánuði, greiða eingöngu fyrir matinn (hráefniskostnað).
Gjaldskrá þessi er sett á grundvelli 26. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og 25. gr. laga um málefni aldraðra nr. 125/1999 og tekur gildi 1. janúar 2022. Frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu á Akranesi frá 1. janúar 2021.
Gjaldskráin var endurskoðuð og samþykkt í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar þann 12. desember 2023 og tók gildi þann 1. janúar 2024.
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs
1. gr.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar skal ákvarða og innheimta sorpgjald fyrir söfnun og meðhöndlun úrgangs, samkvæmt 1. mgr. 23. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Þá er Akraneskaupstað heimilt að innheimta gjald fyrir alla meðhöndlun úrgangs, uppsetningu og rekstur nauðsynlegra innviða í samræmi við 2. mgr. 23. gr. laganna.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar er heimilt að leggja á sérstakt sorpgjald með vísan til samþykktar um meðhöndlun úrgangs á Akranesi nr. 1231/2005.
2. gr.
Sorpgjald er lagt á hverja íbúð í Akraneskaupstað og er það innheimt með fasteignagjöldum eða á annan hátt eftir því sem við verður komið og þá með sömu gjalddögum og fasteignagjöld, sem að jafnaði eru innheimt á tímabilinu janúar til og með október ár hvert.
Gjaldið nýtur lögveðsréttar í viðkomandi fasteign tvö ár eftir gjalddaga.
3. gr.
Gjöldin greiðast árlega sem hér greinir:
3.1 Eigandi íbúðar greiðir 42.814 á íbúð miðað við tvær 240 lítra sorptunnur (eina fyrir almennan úrgang og aðra fyrir flokkaðan úrgang/sorp) Húsfélög geta fengið 220 lítra eða 660 lítra sorpílát með sömu lítratölu.
4. gr.
Gjaldskrá þessi, sem samin er og samþykkt af bæjarstjórn Akraneskaupstaðar 12. desember 2023, staðfestist hér með skv. 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og skv. 23. gr. laga nr. 55/2023 um meðhöndlun úrgangs, og öðlast þegar gildi.
Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá nr. 1372/2020 fyrir hirðu og eyðingu sorps í Akraneskaupstað.
Sjá gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs í B- deild Stjórnartíðinda
Gjaldskrá Héraðsskjalasafns Akraness
Gjaldskráin var endurskoðuð og samþykkt í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar þann 12. desember 2023 og tók gildi þann 1. janúar 2024.
Gjaldskrá hundahalds
Af hundum á Akranesi skal bæjarsjóður innheimta gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari, sem er ætlað að standa undir kostnaði við framkvæmd samþykktar um hundahald á Akranesi, nr. 782/2010, sbr. 11. gr. hennar.
Að auki skal greiða þann kostnað sem leggst á vegna dvalar eða geymslu viðkomandi hunds. Óskráða hunda má ekki afhenda fyrr en að lokinni skráningu og greiðslu skráningargjalds og annars áfallins kostnaðar.
Hafi leyfishafi lokið grunnnámskeiði í hundauppeldi, viðurkenndu af skipulags- og umhverfissviði Akraneskaupstaðar lækka gjöld skv. 3. gr. gjaldskrár þessar um 30%.
Gjaldskráin var endurskoðuð og samþykkt í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar þann 12. desember 2023 og tók gildi þann 1. janúar 2024.
Gjaldskrá íþróttamannvirkja
Gjaldskráin var endurskoðuð og samþykkt í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar þann 12. desember 2023 og tók gildi þann 1. janúar 2024.
Gjaldskrá kattahalds
Af köttum á Akranesi skal bæjarsjóður innheimta gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari, sem er ætlað að standa undir kostnaði við framkvæmd samþykktar um hundahald á Akranesi, nr. 781/2010.
Að auki skal greiða þann kostnað sem leggst á vegna dvalar eða geymslu viðkomandi kattar. Óskráða ketti má ekki afhenda fyrr en að lokinni skráningu og greiðslu skráningargjalds og annars áfallins kostnaðar.
Gjaldskráin var endurskoðuð og samþykkt í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar þann 12. desember 2023 og tók gildi þann 1. janúar 2024.
Gjaldskrá leikskóla
Matarverð á mánuði:
- Morgunverður er kr. 2.185
- Síðdegishressing er kr. 2.185
- Hádegisverður er kr. 5.856
- Ávaxtagjald er kr. 1.096
Dvalargjald á klukkustund er kr. 4.084.
Dvalargjald á klukkstund á tímanum á milli 6:45-7:30 er kr. 4.894 (ekki eru veittur afsláttur af þessu dvalargjaldi).
Afsláttarkjör
Afsláttur er veittur til einstæðra foreldra að fenginni umsókn foreldris. Umsókn um afsláttarkjör skal endurnýjuð árlega fyrir 15. ágúst og afhent leikskólastjóra í viðkomandi leikskóla. Ef breyting verður á hjúskaparstöðu sem hefur áhrif á afsláttarkjör þarf að tilkynna það til leikskólastjóra. Afslátturinn nær til dvalargjalds fyrsta barns.
Námsmenn, ef báðir foreldrar eru í viðurkenndu námi, fá 35% afslátt af dvalargjaldi. Skila skal skólavottorði fyrirfram fyrir hverja önn þar sem fram koma upplýsingar um einingafjölda og staðfestingu á því að um fullt nám sé að ræða. Afsláttur námsmanna gildir ekki 1. júní til 31. ágúst, nema foreldrar séu í fullu sumarnámi. Afslátturinn nær til dvalargjalds fyrsta barns.
Systkinaafsláttur
- Yngsta barn greiðir fullt gjald
- Annað systkini greiðir 50% af gjaldi
- Þriðja systkini greiðir 25% af gjaldi
Systkinaafsláttur gildir milli dagforeldra, leikskóla, frístundar og lengdrar viðveru fatlaðra nemenda í 5. - 10. bekk. Greitt er fullt gjald vegna yngsta barns og síðan koll af kolli.
Gjaldskráin var endurskoðuð og samþykkt í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar þann 9. apríl 2024 og tók gildi þann 1. maí 2024.
Gjaldskrá Ljósmyndasafns Akraness
Höfunda- og birtingarréttur
Allar myndir sem birtar eru á heimasíðu Ljósmyndasafns Akraness eru eingöngu til einkaafnota. Fjölföldun og birting í öðrum tilgangi er bönnuð án skriflegs leyfis. Á safninu má nálgast afrit, ljósrit og stafrænar myndir sem leyfðar eru til opinberrar birtingar og einkaafnota svo fremi sem veitt hafi verið til þess leyfi og greitt höfundargjald.
Gjaldskráin var endurskoðuð og samþykkt í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar þann 12. desember 2023 og tók gildi þann 1. janúar 2024.
Gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarmál og tengd þjónustugjöld
Gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari miðast við byggingarvísitölu í febrúar 2023 og taka breytingum mánaðarlega í samræmi við breytingar á umræddri vísitölu.
Gjaldskrá þessi sem sett er með heimild í lögum um mannvirki nr. 160/2010 og skipulagslögum nr. 123/2010 og öðlast gildi við birtingu í Stjórnartíðindum. Jafnframt fellur úr gildi eldri gjaldskrá sama efnis nr. 361/2023.
Samþykkt í bæjarráði þann 9. júlí 2024 og birt í b-deild stjórnartíðinda þann 23. júlí 2024
Gjaldskrá skólamáltíða í grunnskólum
Gjaldskráin var endurskoðuð og samþykkt í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar þann 12. desember 2023 og tók gildi þann 1. janúar 2024.
Gjaldskrá fyrir slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar
Gjaldskrá þessi, sem sett er með heimild í lögum nr. 75/2000 með síðari breytingum og reglugerðum settum samkvæmt þeim, er samin af Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Gjaldskráin var samþykkt af bæjarstjórn Akraneskaupstaðar á 1224. fundi, þann 15. desember 2015 og af sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar á 208. fundi, þann 24. nóvember 2015, með heimild í 1. mgr. 92. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 með síðari breytingum.
Gjaldskrá Tónlistarskóla Akraness
*Miðað er við að söngnemendur í grunnstigi geti valið um lengd meðleiks í samráði við kennara. Söngnemendur í mið- framhaldsstigi séu í meðleik að lágmarki 15 mínútur vikulega. Meðleikur með söng-eða hljóðfærum reiknast með 30% afslætti eins og er með 2. hljóðfæri.
Gjaldskráin gildir fyrir heilt skólaár og er hægt að skipta greiðslunum í fjóra hluta, einnig er hægt að setja greiðslur á greiðslukort.
Tómstundaframlag Akraneskaupstaðar gildir hjá Tónlistarskólanum.
Ef systkini hafa sama lögheimili er veittur systkinaafsláttur fram til 18 ára aldurs af lægra skólagjaldi sem hér segir:
- 30% afsláttur fyrir systkini númer tvö
- 40% afsláttur fyrir systkini númer þrjú
Stundi nemandi nám á tvö hljóðfæri/söng þá er 30% afsláttur af 2. hljóðfæri.
Eing og fram kemur í gjaldskránni þá greiða nemendur sem eru 20 ára og eldri 35% hærri skólagjöld frá og með 1. júní árið sem þau verða 20 ára.
Gjaldskráin var endurskoðuð og samþykkt í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar þann 12. desember 2023 og tók gildi þann 1. janúar 2024.
Gjaldskrá Þorpsins
Frístundastarf (9 ára og eldri) er ætlað fyrir einstaklinga með stuðningsþarfir á aldrinum 9 - 20 ára. Starfið felur í sér einstaklingsbundna frístundaþjónustu og er opin á milli kl. 13:00 og 16:15 alla virka daga.
Umsóknir um þátttöku fer fram á umsóknarvef um frístundastarf í þjónustugáttinni.
-
Afsláttarkjör:
Einstæðir foreldrar fá 35% afslátt af dvalargjaldi
Systkinaafsláttur
- Yngsta barn greiðir fullt gjald
- Annað systkini greiðir 50% af gjaldi
- Þriðja systkini greiðir 25% af gjaldi
Systkinaafsláttur gildir milli dagforeldra, leikskóla, frístundar og lengdrar viðveru nemenda með fötlun í 5. - 10. bekk. Almennur opnunartími frístundar er til kl. 16:15.
Samþykkt í bæjarstjórn 12. desember 2023 og tekur gildi frá 1. janúar 2024.