Fara í efni  

Frístundaheimili

Akraneskaupstaður starfrækir frístundaheimili fyrir börn í 1. og 2. bekk í Brekkubæjarskóla og Grundaskóla og fyrir 3. og 4. bekk í Frístundamiðstöðinni Þorpinu. Frístundaheimilin á Akranesi starfa samkvæmt viðmiðum um starfsemi frístundaheimila sem sett eru af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og þeim reglum sem bæjarstjórn Akraness hefur sett um þjónustu frístundaheimila hjá Akraneskaupstað. Verklagsreglur um starfsemi frístundaheimila á Akranesi eru aðgengilegar hér.

Brekkusel í Brekkubæjarskóla

Frístundaheimilið Brekkusel er starfrækt fyrir börn í 1. til 2. bekk í Brekkubæjarskóla. Þetta er skipulagt frístundastarf sem foreldrum/forráðamönnum gefst kostur á að skrá börnin í eftir að skóladegi lýkur og er það opið til 16:15 alla virka daga. Yfirleitt er opið á skipulagsdögum skólans og þá daga er opið frá 13:00 til 16:15. Á haustin opnar Brekkusel sama dag og skólinn hefst og lokar á vorin á síðasta skóladegi fyrir sumarfrí. 

Markmið Brekkusels er að hafa fjölbreytt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi líkur þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Leiðarljós Brekkusels er að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. Lögð er áhersla á að efla sjálfstæði og sjálfsmynd hvers barns og að þau læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Nánari upplýsingar má finna hér á heimasíðu Brekkubæjarskóla.

Umsóknareyðublað í Brekkusel er aðgengilegt hér

Grundasel í Grundaskóla

Frístundaheimilið Grundasel er starfrækt fyrir börn í 1. til 2. bekk í Grundaskóla or opin eftir að skóla lýkur til klukkan 16:15. Yfirleitt er opið á skipulagsdögum skólans og þá daga er opið frá 13:00 til 16:15. Á haustin opnar Grundasel sama dag og skólinn hefst og lokar á vorin á síðasta skóladegi fyrir sumarfrí.

Markmið Grundasels er að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. Lögð er áhersla á að þroska félagslega færni í samskiptum í gegnum leik og starf sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Einnig er haft að leiðarljósi að virða og virkja sjálfsprottinn leik barnanna, efla hæfni barna til sjálfstæðra skoðana og til að hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður, að hvetja börnin til góðrar umgengni, að hjálpa börnunum til að öðlast skilning á þörfum og tilfinningum og leggja áherslu á góða samvinnu milli starfsfólks frístundar og foreldra. Nánari upplýsingar má finna hér á heimasíðu Grundaskóla.

Umsóknareyðublað í Grundasel er aðgengilegt hér

Krakkadalur í Þorpinu

Frístundaheimilið Krakkadalur er starfrækt fyrir börn í 3. til 4. bekk í Grundaskóla og Brekkubæjarskóla og er opin eftir að skóla lýkur til klukkan 16:15. Foreldrum gefst því kostur á að lengja viðveru barna sinna í skólanum eftir þörfum hvers og eins en í samræmi við gildandi reglur fyrir frístund á Akranesi. Nánari upplýsingar má nálgast á netfangið fristund@akraneskaupstadur.is eða í síma 433 1252

Umsóknareyðublað í Krakkasel er aðgengilegt hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00