Fréttir

Opinn hádegisfundur 26. maí nk. um ferðaþjónustu á Akranesi

Akraneskaupstaður býður þér á hádegisfund þann 26. maí næstkomandi frá kl. 12 til 13:30 í Tónbergi sal tónlistarskólans á Akranesi. Fundarefnið er ferðaþjónusta á Akranesi. Fulltrúar Eimskips og Faxaflóahafna mæta á fundinn og kynna m.a. fyrirhugaðar ferjusiglingar milli Akranes og Reykjavíkur og komu skemmtiferðaskipa til Akraness
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 23. maí

1255. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 23. maí kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira

Sumarnámskeið barna og unglinga 2017

Það er margt í boði fyrir börn og ungmenni á Akranesi í sumar. Kynntu þér úrvalið hér á heimasíðu Akraneskaupstaðar.
Lesa meira

Leikjanámskeið Þorpsins 2017

Nú í sumar mun Frístundamiðstöðin Þorpið sjá um framkvæmd leikjanámskeiða fyrir börn sem eru fædd á árunum 2007-2011. Er þetta í fyrsta skipti sem Þorpið hefur umsjón með leikjanámskeiðum fyrir þennan aldurshóp. Boðið verður upp á vikunámskeið á tímabilinu 6.júní – 18.ágúst, alls 9 vikur. Sumarlokun verður frá 24. júlí - 4. ágúst.
Lesa meira

Leikskólinn Vallarsel í 1. sæti í stofnun ársins - borg og bær 2017

Leikskólinn Vallarsel var í 1. sæti í Stofnun ársins - borg og bær árið 2017 í flokki minni stofnana. Niðurstöður úr könnun á Stofnun ársins - Borg og bær voru kynntar á Hilton Nordica þann 10. maí síðastliðinn. Leikskólinn hefur verið í efstu sætum í stofnun ársins frá upphafi þátttöku og var meðal annars í 2. sæti árið 2016.
Lesa meira

Velferðar- og mannréttindaráð auglýsir eftir framboðum og/eða tilnefningum í samráðshóp um málefni fatlaðra

Velferðar- og mannréttindaráð Akraneskaupstaðar auglýsir eftir framboðum og/eða tilnefningum í samráðshóp um málefni fatlaðra á Akranesi. Ráðið mun skipa fimm fulltrúa í samráðshópinn og þrjá til vara. Í samráðshópnum skulu vera þrír fulltrúar notenda, einn fulltrúi aðstandanda fullorðins...
Lesa meira

Viltu hafa áhrif? Do you want to make a difference? Czy chcesz mieć wpływ?

Velferðar- og mannréttindaráð Akraneskaupstaðar auglýsir eftir framboðum og/eða tilnefningum í samráðshóp um málefni íbúa af erlendum uppruna á Akranesi. Ráðið mun skipa fimm fulltrúa í hópinn með það í huga að hann endurspegli samfélag íbúa af erlendum uppruna sem best. Lögheimili á Akranesi er...
Lesa meira

Sumarnámskeið Gaman-Saman 2017

Í júnímánuði býður Frístundamiðstöðin Þorpið uppá sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 11-13 ára (2004-2006). Tímabilið er frá 12. júní - 30. júní. Námskeiðin fara fram í Frístundamiðstöðinni Þorpinu sem stendur við Þjóðbraut 13. Alls verða þrjú námskeið í sumar og verður boðið upp á fjölbreytt og skemmtileg námskeið.
Lesa meira

Skapandi skrif, ritsmiðja fyrir börn í júní 2017

Bókasafn Akraness býður börnum á aldrinum 10-14 ára (2003-2007) að taka þátt í ritsmiðju 12.-15. júní. Leiðbeinandi verður Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og til aðstoðar verður Ásta Björnsdóttir, bókavörður. Ritsmiðjan verður kl. 9:30-12.00.
Lesa meira

Sumarnámskeið FIMA

Fimleikafélag Akraness ætlar að bjóða upp á sumarnámskeið í júní. Námskeiðin eru fyrir stelpur og stráka á aldrinum 7 til 12 ára og fara öll fram í æfingaaðstöðu félagsins við Dalbraut (gamla ÞÞÞ húsið).
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • Akraneskaupstaður

    433 1000
  • Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30
  • Stillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449