Gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarafkomu
Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2026 og þriggja ára áætlun 2027 til 2029 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gær. Einnig var samþykkt fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun fyrir upptalin ár.
Áætlað er að rekstrarafkoma samstæðu Akraneskaupstaðar á árinu 2026 verði jákvæð um 92,4 milljónir króna. Rekstrarafkoma næstu ára (2027-2029) er áætluð að meðaltali 157 milljónir króna. Stefnt er að því að rekstrarjöfnuður síðustu þriggja ára (samanlögð rekstrarafkoma á þriggja ára tímabili) verði jákvæður um sem nemur 85 milljónum króna í árslok 2026. Fjárhagsáætlunin gerir jafnframt ráð fyrir því að rekstrarjöfnuður muni nema rúmum 472 milljónum króna í árslok 2029.
Sterkt veltufjárhlutfall
Skuldaviðmið sveitarfélagsins, þ.e. heildarskuldir og skuldbindingar A- og B- hlutans sem hlutfall af reglulegum tekjum, mun fara hækkandi samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarins. Áætlað skuldaviðmið í árslok 2026 mun nema 59,3% en hámark sveitarfélaga er 150% af reglulegum tekjum þess. Fjárhagsáætlun Akraness gerir ráð fyrir því að skuldaviðmiðið fari lækkandi og muni verða um 56,7 % í lok árs 2029. Veltufjárhlutfall samstæðunnar hefur verið sterkt, en áætlað er að það sé 1,08 í árslok 2026. Áætlað er að það fari lækkandi árin 2027 til 2029 og nemi 0,81 í árslok 2029.

Stórum áföngum að ljúka
Nú er að ljúka stórum áföngum í fjárfestingum, uppbyggingu og viðhaldi fasteigna á vegum kaupstaðarins. Aðstaða nemenda grunnskóla og starfsfólks hefur verið stórlega endurbætt og íþróttaaðstaða á Akranesi er glæsileg. Það er óhjákvæmilegt að staldra aðeins við í frekari fjárfestingum og engar lántökur eru fyrirhugaðar á næstu árum heldur verður áhersla á minni verkefni og frágang eftir mikið uppbyggingarátak.
Fyrirhuguð er tengibygging milli húsa á Jaðarsbökkum, áframhaldandi framkvæmdir eru við Brekkubæjarskóla og á lóð Grundaskóla ásamt endurbótum á húsnæði Grundasels. Einnig eru fyrirhuguð kaup á nýrri slökkvibifreið, en áætlaður hlutur Akraneskaupstaðar er 60 milljónir króna.
Áætlað er að fjárfesta fyrir 651 milljón króna á næsta ári. Varfærni er gætt í áætlun um tekjur, en ekki er gert ráð fyrir gatnagerðartekjum á móti fjárfestingu árið 2026. Þá er undirbúningur að útboði vegna Samfélagsmiðstöðvar á áætlun 2026. Fyrirhugaðar fjárfestingar og framkvæmdir á næstu fjórum árum eru um 4.827 milljónir króna, en á þeim árum er gert ráð fyrir að á móti komi gatnagerðartekjur (um 2.240 milljónir króna).

Skuldir fara lækkandi
Skuldir Akraneskaupstaðar hafa náð ákveðnu hámarki og fara lækkandi á áætlunartímanum. Skammtímalán hafa verið greidd upp. Akraneskaupstaður er vel í stakk búinn, til lengri tíma, hvað varðar framboð á lóðum, bæði til íbúða og atvinnufyrirtækja. Því má segja að talsverð innistæða sé í stækkandi bæjarfélagi, fyrir bæjarsjóð.
Áætlun næsta árs og útkomuspá ársins 2025, bera með sér að verulegur samdráttur hefur orðið í eftirspurn eftir byggingarlóðum, frá fyrri árum.
Fjárhagsáætlun næsta árs tekur mið af horfum á fasteignamarkaði og ekki síður því að nokkur óvissa er í atvinnulífi svæðisins. Því er mikilvægt að fara með varfærni í áætlanagerð um rekstur Akraneskaupstaðar og einnig í tekjuspá, til að mynda er ekki gert ráð fyrir tekjum af sölu lóða árin 2026 og 2027.
Íbúum fjölgaði um 1,5% á árinu og voru 8.557 nú í byrjun desember.
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember





