Fara í efni  

Fréttir vegna COVID19

Ráðstafanir í Grundaskóla vegna Covid-19 og samkomubanns

Svohljóðandi tilkynning var send til foreldrasamfélags Grundaskóla um ráðstafanir vegna samkomubanns sem tók gildi á miðnætti 15. mars sl.
Lesa meira

Tilkynning frá Akraneskaupstað um starfsemi skóla og frístundastarfs nk. mánudag

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag þann 13. mars hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið og loka m.a. framhaldsskólar og háskólar.
Lesa meira

Vetrardagar á Akranesi falla niður

Í ljósi ákvörðunar um samkomubann hefur verið ákveðið að fella menningarhátíðina Vetrardaga á Akranesi niður, en fyrirhugað var að þeir færu fram dagana 18.-22. mars nk. Sem fyrr er til staðar viðburðadagatal á síðunni skagalif.is þar sem upplýsingar um fyrirhugaða viðburði verða uppfærðar.
Lesa meira

Viðbrögð og áætlanir hjá Akraneskaupstað vegna samkomubanns kynntar um helgina

Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt fjögurra vikna samkomubann á landinu sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt mánudagsins 16. mars. Auglýsing um nánari útfærslu samkomubannsins verður auglýst í Stjórnartíðindum síðar í dag.
Lesa meira

Nýr upplýsingavefur um Covid-19

Embætti landlæknis og Ríkislögreglustjóri Almannavarnadeild hafi opnað nýjan vef vegna COVID-19 vírussins þar sem finna má góð ráð og tölulegar upplýsingar svo eitthvað sé nefnt.
Lesa meira

Viðbragðsáætlun velferðar- og mannréttindasviðs vegna Covid-19

Í ljósi þeirra stöðu vegna heimsútbreiðslu COVID-19 hefur velferðar- og mannréttindasvið sett saman viðbragðsáætlun sem er nauðsynleg til að starfsemi sviðsins í heild sinni geti haldið áfram þrátt fyrir heimsfaraldurinn.
Lesa meira

Takmörkun á starfsemi í stofnunum Akraneskaupstaðar vegna COVID-19

Akraneskaupstaður hefur ákveðið að bregðast við neyðarstigi almannavarna vegna COVID-19 veirunnar í samráði við sóttvarnalækni Vesturlands til að tryggja sem best öryggi í þjónustu og starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma.
Lesa meira

Lokað fyrir heimsóknir á Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili

Stjórn og stjórnendur Höfða hefur tekið þá ákvörðun að loka hjúkrunarheimilinu fyrir heimsóknum ættingja og annarra gesta frá og með 7. mars 2020 þar til annað verður formlega tilkynnt.
Lesa meira

Ráðstafanir á Vesturlandi vegna kórónaveirunnar

Á Vesturlandi hafa starfsmenn Heilbrigðisstofnunarinnar HVE fengið fræðslu um kórónaveiruna og hafa leiðbeiningar verið settar upp fyrir almenning innan stofnanna. Sjúkrahúsið á Akranesi og heilsugæslustöðvar á Vesturlandi hafa fundið úrræði varðandi skoðunaraðstöðu og fyrir einangrun ef svo bæri að.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00