Fara í efni  

Tilkynning frá Akraneskaupstað um starfsemi skóla og frístundastarfs nk. mánudag

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag þann 13. mars hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið og loka m.a. framhaldsskólar og háskólar. 

Akraneskaupstaður vinnur nú að skipulagningu skólastarfs miðað við ofangreindar ákvarðanir og fylgist grannt með aðgerðum nágrannasveitarfélaga. Stjórnendur hjá Akraneskaupstað hafa ákveðið í því samhengi að fylgja eftir ákvörðunum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og verður því starfsdagur mánudaginn 16. mars n.k. í  leik-, grunn- og tónlistarskólanum og í Þorpinu. Munu stjórnendur og starfsmenn nýta þann dag til að skipuleggja skólastarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkunin nær til.

Foreldrar leik- og grunnskólabarna eru beðnir um fylgjast vel með frekari upplýsingum sem birtast munu á heimasíðu Akraneskaupstaðar og stofnanna.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00