Fara í efni  

Kvennaverkfall á föstudag

Á föstudag, þann 24. október, hafa á sjötta tug samtaka kvenna, launafólks og fleiri hagsmunahópa boðað til kvennaverkfalls. Í borginni fer fram söguganga kl. 13.30 sem lýkur með samstöðufundi á Arnarhóli.

Hjá Akraneskaupstað starfar mikill fjöldi kvenna og kvára í hinum ýmsu störfum. Stjórnendur stofnana bæjarins hafa verið beðnir um að leita leiða til að koma til móts við starfsfólk eftir því sem hægt er og skapa eftir bestu getu aðstæður á starfsstað til að sem flestar konur og kvár geti tekið þátt í kvennaverkfallinu, að hluta eða í heild.

Því má reikna með röskun í starfsemi stofnana bæjarins, ekki hvað síst í leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfi. Foreldrar eru því hvattir til að fylgjast með tilkynningum frá skólum og/eða frístundaheimilum barna sinna hvað þetta varðar.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00