Fara í efni  

Nýjar lóðir á Sementsreit auglýstar

Í dag voru 19 nýjar lóðir á Sementsreitnum auglýstar lausar til úthlutunar fyrir alls 139 íbúðir. Þegar hefur lóðum fyrir rúmlega 100 íbúðir verið úthlutað á reitnum, en alls er reiknað með að á svæðinu í heild verði um 400 íbúðir.

Um er að ræða eftirfarandi lóðir:

  • Jaðarsbraut – 8 lóðir.
  • Freyjugata – 3 lóðir.
  • Óðinsgata – 5 lóðir.
  • Sementsbraut – 3 lóðir, stærra fjölbýli og atvinnurými.

Sementsreitur er nýtt íbúðarsvæði í hjarta Akraness á milli Langasands og miðbæjar Akraness. Lóðir eru fjölbreyttar; einbýli, tvíbýli, smærri fjölbýli og fjölbýlishús. Sementsreitur býður upp á óhindrað útsýni yfir Faxaflóa og hús á svæðinu verða á tveimur til fjórum hæðum.

Umsækjendur sækja um lóðir í gegnum www.300akranes.is. Umsóknarfrestur er til kl. 12.00, 27. nóvember 2025.

Úthlutun lóða er skv. reglum Akraneskaupstaðar um úthlutun lóða. Séu umsækjendur um ákveðna lóð fleiri en einn verður dregið um úthlutun hennar. Sérstakur úthlutunarfundur verður í bæjarráði þann 4. desember næstkomandi.

Greiða þarf 200.000 króna umsóknargjald og afrit af kvittun fyrir greiðslu skal fylgja með umsókn.

Allar nánari upplýsingar um ofangreinda reiti, gjöld, fresti og annað er að finna á lóðavef Akraneskaupstaðar, www.300akranes.is.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00