Vegna fyrirhugaðra tolla ESB á kísiljárn
Bæjarráð Akraneskaupstaðar krefst þess að ríkisstjórn Íslands geri allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að fyrirhugaðir tollar ESB á kísiljárn verði að veruleika. Slíkt yrði reiðarslag fyrir eitt mikilvægasta atvinnufyrirtæki Akraness, Elkem á Grundartanga. Þá er ekki ljóst af fréttum hvort hagsmunum Norðuráls á Grundartanga verði í framhaldinu ógnað með tollum á álframleiðslu. Verði það niðurstaðan blasir við fordæmalaust áfall fyrir atvinnulíf á Akranesi.
Bæjarráð vill einnig vekja athygli á því að á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga er nú í farvatninu gríðarlega mikil uppbygging og fjárfesting nýrra framleiðslufyrirtækja sem hafa beina hagsmuni af rekstri Elkem. Þá er nú unnið að nýsköpunarverkefnum sem miða að því að nýta betur efnis- og orkustrauma innan svæðisins í anda hringrásarhagkerfisins. Öll þessi áform eru nú sett í uppnám.
Tjón á rekstri fyrirtækja á Grundartanga yrði alvarlegt efnahagslegt áfall og hefði með beinum hætti áhrif á afkomu þjóðarbúsins. Þá er ljóst að atvinnu og afkomu hundraða einstaklinga er ógnað með beinum hætti.
Áform ESB eru algjörlega óskiljanleg og í engu samhengi við stefnu sambandsins um að gæta að viðkvæmum aðfangakeðjum fyrir mikilvæg aðföng til iðnaðarframleiðslu. Bæjarráð krefst þess að ríkisstjórn Íslands mótmæli nú þegar harðlega slíku broti á EES samningnum. Bæjarráð óskar þegar í stað eftir fundi með forsætis-, utanríkis- og atvinnumálaráðherrum um þá alvarlegu stöðu sem blasir við á allra næstu dögum.
Fréttasafn
- 2025
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
 - 2024
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2023
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2022
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2021
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2020
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2019
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2018
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2017
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2016
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2015
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 
					

 
 



