Fara í efni  

Seinkun á hirðingu sorps á Akranesi

Verktaki hefur ekki náð að sinna sorphirðu á Akranesi samkvæmt sorphirðudagatali vegna veðurfars og færðar innanbæjar. Á hádegi í dag átti neðri hluti bæjarins að Þjóðbraut að vera búinn en staðan er svo að hann klárast ekki fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Um leið verður hafist handa við hirðingu sorps í efri hluta bæjarins og verður m.a. unnið um næstu helgi til þess að klára verkið sem fyrst. Ef íbúar hafa tök á að aðstoða, þá myndi flýta fyrir ef búið væri að moka frá ruslatunnum. 

Beðist er afsökunar á þessum töfum og eru íbúar beðnir um að sýna biðlund á meðan þessu stendur yfir. 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00