Fara í efni  

Framvinda framkvæmda á Sementsreit

Um þessar mundir er unnið að því að rífa innan úr mannvirkjum á Sementsreit, flokka rifúrgang og farga. Jafnframt er verið að brjóta niður síló inn í efnisgeymslunni.  Mikil vinna er við að klippa niður tækjabúnað verksmiðjunnar og eru byggingahlutar brotnir niður, þegar búið er að hreinsa innan úr þeim.

Verktaka miðar ágætlega áfram með verkið og er verkið á tímaáætlun. Eins og áður hefur komið fram er nú þegar búið að rífa leðjuþró, dæluhús, rafsíuhús, sandfæriband hin frægu efnissíló.  


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00