Fara í efni  

Fréttir

Innritun í leikskóla haustið 2018

Nú líður að innritun í leikskóla fyrir haustið 2018 og bendum við foreldrum/forráðamönnum barna fæddum 2016 og barna fæddum frá janúar til mars 2017 að sækja um leikskólapláss fyrir 26. febrúar næstkomandi. Sækja skal um rafrænt í gegnum íbúagátt Akraneskaupstaðar á www.ibuagatt.akranes.is.
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 13. febrúar

1268. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 13. febrúar næstkomandi kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0.
Lesa meira

Mikil ásókn í nýjar lóðir á Akranesi

Akraneskaupstaður auglýsti um miðjan janúar síðastliðinn nýjar fjölbýlishúsalóðir í Skógarhverfi 1. og 2. áfanga lausar til umsóknar. Um var að ræða átta par- og raðhúsalóðir við Álfalund og Akralund með samtals 28 íbúðum og tólf fjölbýlishúsalóðir við Asparskóga með um 150 íbúðum. Umsóknarfrestur rann út miðvikudaginn 7. febrúar síðastliðinn.
Lesa meira

Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi Flóahverfis á Akranesi

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum þann 23. janúar síðastliðinn að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Flóahverfis skv. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa meira

Opið hús hjá Slökkviliðinu á 112 deginum

Sunnudaginn 11. febrúar frá kl. 13-16 verður opið hús hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar af tilefni 112 dagsins. Fróðleg og skemmtileg dagskrá er í boði, meðal annars kynning á starfi Slökkviliðsins og Björgunarfélags Akraness. Lögreglan og sjúkraflutningsmenn verða á staðnum sem og einnig Rauði Krossinn sem mun kynna þjálfun í skyndihjálp.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00