Fara í efni  

Framgangur snjómoksturs á Akranesi

Verktakar við snjómokstur á Akranesi hafa haft í nógu að snúast síðastliðnu daga. Megin áhersla hefur verið lögð í að halda stofnleiðum greiðfærum og hefur að öllu jöfnu mokstur gengið vel miðað við aðstæður. Á sumum stöðum hefur þurft að fjarlægja snjó til að lágmarka þrengingar á viðkomandi götum og stéttum. Aðstæðurnar hafa verið óvenjulegar og því hefur moksturinn tekið lengri tíma við mátti búast. Farið er þess á leit við bæjarbúa að sýna því skilning.  

Hér á heimasíðu Akraneskaupstaðar má sjá yfirlit um skipulag á snjómokstri. Í forgangi eru stofnleiðir bæði hvað varðar götur og gangstíga og umhverfi næst skólum. Húsagötur eru síðan teknar svo fljótt sem auðið er miðað við aðstæður hverju sinni.  Óhjákvæmilega verða ákveðin óþægindi hjá íbúum við þessar aðstæður en reynt er eftir fremsta megni að lágmarka þau.

Þeir íbúar sem vilja koma áleiðis ábendingum um það sem betur má fara í snjómokstrinum eru beðnir um að senda slíkar ábendingar á netfangið akranes@akranes.is og verða þær teknar upp með snjómokstursverktaka hverju sinni.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00