Fara í efni  

Framkvæmdir á Akranesi

Framkvæmdir frá Garðabraut að Þjóðbraut

Vegagerðin hefur gefið heimild til eftirtalinna verka: Þriðjudag 17. september er stefnt að malbika Innesveg á Akranesi, frá Garðabraut að Þjóðbraut. Götunni verður lokað og viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp mynd um lokunarplan. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 08:00 til kl. 20:00.
Lesa meira

Stór skipulagsverkefni í farvatninu

Af nógu hefur verið að taka í skipulags- og umhverfisráði á árinu 2019 en fjölmörg skipulagsverkefni hafa verið kláruð nú á síðustu misserum.
Lesa meira

Endurnýjun starfsmannaðstöðu og bókasafns í Brekkubæjarskóla

Framkvæmdir standa nú yfir í Brekkubæjarskóla þar sem unnið er hörðum höndum við endurnýjun á starfsmannaaðstöðu og bókasafni skólans. Stefnt er að starfsmannaaðstaðan verði tilbúin í október næstkomandi og bókasafnið í byrjun næsta árs
Lesa meira

Staða framkvæmda við byggingu fimleikahúss og lagfæringar á íþróttahúsinu við Vesturgötu

Framkvæmdir við byggingu fimleikahúss eru í fullum gangi þessa daganna. Búið er að steypa neðri hluta útveggja og byrjað er á þeim efra. Einnig er steypuvinna við stúkuna og tröppur langt komið sem tengir nýja fimleikahúsið við íþróttahúsið. Starfsemi íþróttahússins hófst 2. september síðastliðinn og stefnt er að hægt
Lesa meira

Samið við Íslandsgáma ehf. um framkvæmdir á Breið

Í síðustu viku var samningur við Íslandsgáma ehf. undirritaður um framkvæmdir á Breið. Skipulags- og umhverfisráð fól sviðsstjóra að semja við lægstbjóðanda verksins á fundi sínum þann 19. ágúst síðastliðinn en alls bárust 5 tilboð í verkið...
Lesa meira

Gatnaframkvæmd við Esjubraut gengur vel

Framkvæmd við nýtt hringtorg á gatnamótum Kalmansbrautar og Esjubrautar, Kalmanstorg svokallað, kláraðist að mestu leyti s.l. vor. Í framhaldinu var byrjað á endurnýjun Esjubrautar frá Kalmanstorgi að Esjutorgi. Íbúar á Akranesi hafa orðið varir um þessa framkvæmd en gatan hefur verið lokuð fyrir umferð í rúma þrjá mánuði og hjáleiðir hafa...
Lesa meira

Yfirlitskort sem sýnir hjáleiðir um Kalmansvelli

Meðfylgjandi þessari frétt er nýtt yfirlitskort sem sýnir hjáleiðir um Kalmansvelli vegna gatnaframkvæmda við Esjubraut.
Lesa meira

Framkvæmdir hefjast á Esjubraut

Verktaki við framkvæmdir á Kalmanstorgi og Esjubraut mun hefja framkvæmdir á ný þann 27. maí næstkomandi. Um er að ræða gatnaframkvæmd við Esjubraut þar sem m.a. verður jarðvegsskipt undirlagi götunnar og yfirborð hennar endurnýjað frá nýju Kalmanstorgi að Esjutorgi. Einnig verður nýr göngu- og hjólastígur gerður norðan við Esjubraut
Lesa meira

Ærslabelgurinn lokar tímabundið

Framkvæmdir eru hafnar við uppsetningu á hreystitækjum við Langasand. Sökum þess hefur ærslabelgnum verið tímabundið lokað vegna öryggisráðstafana. Reiknað er með að belgurinn opni aftur í vikulok.
Lesa meira

Opnað fyrir umferð um Kalmanstorg og Kalmansbraut

Opnað var fyrir umferð um Kalmansbraut og Kalmanstorg fyrr í dag, þann 26. apríl en ekki verður hægt að aka Esjubraut til austurs frá Kalmanstorgi þar sem framkvæmdir við endurnýjun á Esjubraut hefjast fljótlega.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00