Fara í efni  

Framkvæmdir á Akranesi

Framkvæmdir við Laugarbraut - endurnýjun gangstéttar

Akraneskaupstaður í samstarfi við Veitur, munu fara í endurnýjun gangstéttar vestan megin á Laugarbrautinni. Byrjað verður á að brjóta upp gangstéttina og Veitur munu svo taka við og skipta um lagnir í stéttinni, sem og að endurnýja heimtaugar inn í hús. Þegar lagnavinna verður búin mun verktaki kaupstaðarins steypa nýjar stéttar.
Lesa meira

Akraneskaupstaður og Merkjaklöpp ehf. undirrita samstarfssamning um uppbyggingu vistvænna iðngarða í Flóahverfi

Bæjarráð, skipulags- og umhverfisráð Akraneskaupstaðar ásamt bæjarstjóra og forsvarsmönnum Merkjaklappar ehf. hafa að undanförnu unnið hörðum höndum að þróun verkefnis um uppbyggingu vistvænna iðngarða í Flóahverfi á Akranesi.
Lesa meira

Lokun vegna framkvæmda við Faxabraut - endurgerð og grjótvörn

Búið er að loka Faxabraut vegna vinnu við gatnamót Jaðarsbrautar og Faxabrautar sem og vegna vinnu við Faxabraut – Faxabryggju. Áætlað er að þessi verkáfangi klárist 04.06.2021.
Lesa meira

Framkvæmdir við Þjóðbraut

Veitur í samstarfi við Gagnaveitu Reykjavíkur eru að leggja veitulagnir (heitt- og kalt vatn, rafmagn og ljósleiðara) austan við Þjóðbraut og að nýjum byggingum við Þjóðbraut 3 - 5
Lesa meira

Tímabundin lokun 6.maí - Vesturgata milli Vallholts og Hjarðarholts

Hluti Vesturgötu milli Vallholts og Hjarðarholts verður lokaður tímabundið, fimmtudaginn 6. maí. Verið er að reisa steypueiningar við Vallholt 5 og búast má við að ferðinni verði kranabílar og aðrar vinnuvélar.
Lesa meira

Fyrsta skóflustunga tekin vegna uppbyggingu Leigufélags aldraða við Dalbraut 6

Í dag þann 20. apríl 2021 var tekin fyrsta skóflustunga að 31 íbúð ásamt bílakjallara sem Leigufélag aldraðra hses byggir að Dalbraut 6. Um er að ræða 22 tveggja herbergja íbúðir og 9 þriggja herbergja íbúðir. Áætlað er að íbúðirnar verði tilbúnar til leigu á þriðja ársfjórðungi 2022.
Lesa meira

Tilkynning frá Veitum vegna framkvæmda við Þjóðbraut 3-5

Veitur í samstarfi við Gagnaveitu Reykjavíkur ætla að leggja veitulagnir austan við Þjóðbraut og að nýjum byggingum við Þjóðbraut 3 - 5. Áætlaður framkvæmdartími er apríl til nóvember 2021.
Lesa meira

Lokun við Asparskóga 17 - vegna framkvæmda

Í vikunni 19.-23. apríl 2021 munu verða lokun fyrir umferð um Asparskóga, vegna reisingar húsnæðis við Asparskóga 17. Ekki er um að ræða algjöra lokun götunnar heldur aðeins til móts við Asparskógum 17.
Lesa meira

Auglýsing um útgáfu framkvæmdaleyfi

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi þann 9. mars 2021 að veita framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð í Skógarhverfi áfanga 3A og auglýsir hér með útgáfu leyfisins. Framkvæmdaleyfið er gefið út skv. 10. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.
Lesa meira

Jarðvegsframkvæmdir við Asparskóga 1-9

Veitur í samstarfi með Akraneskaupstað og fleiri ætla að leggja veitulagnir og jarðvegsskipta undir gangstétt og gangstíg við Asparskóga við lóðir nr. 1 – 9. Áætlaður framkvæmdartími er febrúar til júlí 2021.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00