Fara í efni  

Endurnýjun starfsmannaðstöðu og bókasafns í Brekkubæjarskóla

Framkvæmdir standa nú yfir í Brekkubæjarskóla þar sem unnið er hörðum höndum við endurnýjun á starfsmannaaðstöðu og bókasafni skólans. Stefnt er að starfsmannaaðstaðan verði tilbúin í október næstkomandi og bókasafnið í byrjun næsta árs.

Í þessari framkvæmd verður leitast fyrir að gera starfsmannaaðstöðu skólans betri með betri lýsingu og hljóðvist. Einnig verður skipt um gler í þeim gluggum sem tilheyra þeim rýmum sem framkvæmdinni snýr að og lagnir sem tengjast þessum rýmum endurnýjað. Í framhaldi á næsta ári verður farið í að breyta sem áður var bókasafn og tölvustofa í kennslustofur í austurhluta byggingarinnar.

Að hönnun þessara framkvæmd standa Andrúm arkitektar, Liska lýsingar- og raflagnahönnuðir og Mannvit sér um vatnslagna- og loftræstihönnun.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00