Fara í efni  

Staða framkvæmda við byggingu fimleikahúss og lagfæringar á íþróttahúsinu við Vesturgötu

Framkvæmdir við byggingu fimleikahúss eru í fullum gangi þessa daganna. Búið er að steypa neðri hluta útveggja og byrjað er á þeim efra. Einnig er steypuvinna við stúkuna og tröppur langt komið sem tengir nýja fimleikahúsið við íþróttahúsið. Starfsemi íþróttahússins hófst 2. september síðastliðinn og stefnt er að hægt verði að byrja að nota kjallarann og búningsherbergin fljótlega en vegna framkvæmda við tengingu milli fimleikahússins og íþróttahússins hafa búningsklefar og kjallari, fyrir utan keilusalinn, verið lokað tímabundið. Brýnt er fyrir foreldrum að upplýsa börn sín að um er að ræða framkvæmdasvæði og bera skal gætur á að stórir bílar eru á ferð um framkvæmdasvæðið.

Samhliða þessari framkvæmd verður hluti af húsnæði íþróttahússins að utanverðu lagfærður. Í vetur verður gert við steypusprungur og á næsta ári verður sá hluti hússins málaður.

Hönnuðir fimleikahússins eru Andrúm Arkitektar og Mannvit verkfræðistofa og er það fyrirtækið Spennt ehf. sem sér um framkvæmd við byggingu húsnæðisins. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00