Fara í efni  

Opnað fyrir umferð um Kalmanstorg og Kalmansbraut

Framkvæmdir við Kalmanstorg. Myndir frá Midnight Studios.
Framkvæmdir við Kalmanstorg. Myndir frá Midnight Studios.

Opnað var fyrir umferð um Kalmansbraut og Kalmanstorg fyrr í dag, þann 26. apríl en ekki verður hægt að aka Esjubraut til austurs frá Kalmanstorgi þar sem framkvæmdir við endurnýjun á Esjubraut hefjast fljótlega.

Nýja hringtorgið er mikil samgöngubót, sérstaklega fyrir gangandi og hjólandi umferð. Á Kalmansbraut voru settar tvær miðeyjar ásamt tveimur veglegum gangbrautum. Jafnframt eru vel útfærðar gangbrautir umhverfis torgið. Þessi verkefni hér að framan voru talin mikilvæg í Umferðaröryggisáætlun fyrir Akranes.

Myndir hér meðfylgjandi koma frá Midnight Studios. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00