Stúlka með löngu formlega vígð eftir endurbætur
„Stúlka með löngu” eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal var formlega vígð í skrúðgarðinum við Suðurgötu eftir endurbætur í dag þann 17. júní kl. 11:00. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fór með nokkur falleg orð um sögu garðsins og hans persónulegu minningar úr barnæsku í tengslum við þennan umrædda garð. Að því loknu var kveikt á gosbrunninum sem skartar hinni fögru „Stúlku með löngu”. Viðstaddir voru fulltrúar bæjarstjórnar Akraness, bæjarstarfsmenn og aðrir gestir. Við hvetjum Skagamenn að gera ferð í garðinn í dag á þessum sólríka degi.
Saga Skrúðgarðsins
Ræktun hófst í skrúðgarðinum eftir að beiðni barst til bæjarstjórnar árið 1950 frá Skógræktarfélagi og Menningarráði Akraness um að girða af svæði og ræsa fram land í hjarta bæjarins. Var talin mikil nauðsyn að á Akranesi væri staður þar sem fólk gæti hist í notalegu og fallegu umhverfi. Guðmundur Jónsson garðyrkjumeistari teiknaði frumuppdráttinn, en garðurinn hefur tekið talsverðum breytingum síðan þá. Styttan „Stúlka með löngu” eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal (1895-1963) var sett upp í gosbrunn skrúðgarðsins við bæjarhúsið á Akranesi árið 1958. Áður hafði hún verið til sýnis á sýningu í Gagnfræðaskólanum á Akranesi.
Guðmundur frá Miðdal var mjög fjölhæfur listamaður, sem vann jafnt í leir, stein og gifs en einnig verk á striga eða pappír. Eftir hann eru a.m.k. þrjár gerðir hafmeyja með fisk, allar unnar á árunum milli 1950 og 1960. Flestar þeirra steypti Guðmundur sjálfur eftir leirmyndum sem hann tók mót af á vinnustofu sinni að Skólavörðustíg 43 í Reykjavík, þar sem ein þeirra stendur enn í dag.
Efnið í styttunni er sérstök blanda af marmarasementi og kvartssalla en hann notaði líka mulin íslensk steinefni eins og rauðan jaspís í stytturnar, sem til eru víða um land. Nokkrar hafmeyjarstyttur voru settar upp í skrúðgörðum bæja, svo sem á Akranesi, Borgarnesi, Bolungarvík og Vestmanneyjum. Sumir garðanna voru verk hins danskmenntaða Guðmundar Jónssonar garðyrkjumeistara sem vann þá í samvinnu við bæjaryfirvöld á hverjum stað. Tvær eða þrjár hafmeyjar eru í einkaeign og ein er í garði Sendiráðs Íslands í Osló. Steyptu verkin hafa því miður ekki staðist íslenska veðráttu. Í kringum aldamótin frostsprakk „Stúlka með löngu” og hún færð í geymslu.
Árið 2018 var myndhöggvarinn Gerhard König fenginn til að gera við styttuna. Gerhard hefur meðal annars gert við hafmeyjuna í Skallagrímsgarði, Borgarnesi og staðið að endurreisn á Listasafni Samúels Jónssonar í Selárdal.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá vígsluninni.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember