Félagsstarf fyrir aldraða og öryrkja sumarið 2020
Félagsstarf á Kirkjubraut 40 er fyrir aldraða og öryrkja og hvetjum við alla þá sem hafa áhuga á að kynnast starfinu, njóta samveru með öðrum og nýta sér það sem verður boðið upp á í sumar að mæta.
Félagsstarfið verður opið að Kirkjubraut 40 alla virka daga frá 29. júní til 14. ágúst 2020, kl.13.00 - 16.00. Lögð er áhersla á að fólk geti mætt og sinnt þeim verkefnum sem þeim hentar hverju sinni á þessum tíma. Fyrst og fremst er lögð áhersla á samveru. Hlustað verður á óskir fólks um viðburði og verkefni.
Boðið verður upp á ýmsa viðburði s.s. gönguferðir og námskeið. Verður það auglýst sérstaklega á heimasíðu Akraneskaupstaðar, facebooksíðu félagsstarfsins, á facebooksíðu FEBAN og einnig verða settar inn auglýsingar í félagsstarfið vikulega.
Félagsstarfið má finna á facebook undir nafninu félagsstarf aldraðra og öryrkja á Akranesi.
Dagskrá 29. júní til 14. ágúst 2020
Starfsmenn eru: Brynjar Már, Rakel Rósa og Þorgils
Mánudagar
kl. 13.00-16.00 Opið fyrir alla
kl.13.00-16.00 Kennsla á spjaldtölvu og snjallsíma. Brynjar og Þorgils sjá um. Heitt á könnunni.
Þriðjudagar
kl. 13.00-16.00 Opið fyrir alla. Heitt á könnunni
kl. 12.45-13.15 Stólaleikfimi. Brynjar og Þorgils eru leiðbeinendur.
Miðvikudagar
kl. 13.00-16.00 Opið fyrir alla. Heitt á könnunni.
kl. 10.30-11.00 Gönguferð undir leiðsögn. Hist á Aggapalli.
Ganga sem hentar öllum en lögð er áhersla á fara hægt yfir.
Brynjar og Þorgils sjá um.
Fimmtudagar
kl. 13.00-16.00 Opið fyrir alla - skipulagður viðburður hvern fimmtudag og auglýst sérstaklega.
Umsjón í höndum Rakelar Rósar. Heitt á könnunni.
kl. 12.45-13.15 Stólaleikfimi. Brynjar og Þorgils eru leiðbeinendur.
Föstudagar
kl. 13.00-16.00 Opið fyrir alla. Heitt á könnunni.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember