Fara í efni  

Samningur undirritaður um framkvæmd við Faxabraut, endurgerð og grjótvörn

Frá vinstri: Sæmundu Víglundsson Borgarverk, Óskar Sigvaldason Borgarverk, Alfreð Þór Alfreðsson Akr…
Frá vinstri: Sæmundu Víglundsson Borgarverk, Óskar Sigvaldason Borgarverk, Alfreð Þór Alfreðsson Akraneskaupstað, Jón Ólafsson Akraneskaupstað, Sævar Freyr Þráinsson Akraneskaupstað, Sigurður Páll Harðarson Akraneskaupstað, Pálmi Þór Sævarsson Vegagerðinni, Sverrir Reynisson Mílu og Helgi Helgason Veitum.

Þriðjudaginn 26. maí sl. var skrifað undir verksamning við Borgarverk ehf. um endurgerð á Faxabrautinni og grjótvörn meðfram henni.  Alls bárust fjögur tilboð í verkið og þar voru Borgarverks menn hlutskarpastir en tilboð þeirra var uppá 467 m.kr eða 87,9% af áætluðum verktakakostnaði. Verkefnið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Akraneskaupstaðar, Veitna og Mílu og var boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu. Verkefnið sem um ræðir er stór þáttur til að uppbygging á Sementsreitnum geti hafist en hækka þarf yfirborð götunnar umtalsvert og laga sjóvarnargarð áður til að tryggja öryggi fyrir uppbyggingu svæðisins.

Helstu magntölur í verkinu eru:

Rif steypu í vegum og stéttum 10.000 m²
Fyllingar  9.300 m³
Götulýsing, skurðgröftur og strengir    1.000 m
Rafstrengir  300 m   
Fráveitulagnir 1.300 m
Kaldavatnslagnir 200 m
Hitaveitulagnir 400 m
Styrktarlag 4.500 m³
Burðarlag 2.200 m³
Malbik 16.000 m²
Grjótvörn 37.000 m³
Göngustígar 700 m²
Kantsteinar  1.850 m

Stefnt er að verktaki hefjist handa með haustinu og að verkinu verði að fullu lokið eigi síðar en 1. september 2021.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00