Fara í efni  

Fréttir

Deiliskipulagi lokið - breyting á deiliskipulagi og breyting á Aðalskipulagi vegna Þjóðvegar 13 og 15

Bæjarstjórn Akraness auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017, samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í breyttri landnotkun á landi sem er skilgreint óbyggt svæði í land til sérstakra nota og stækkun á íbúðasvæði.
Lesa meira

Tekjuafgangur hjá Akraneskaupstað

Ársreikningur Akraneskaupstaðar var lagður fram í bæjarráði síðastliðinn fimmtudag og var vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 28. apríl næstkomandi. Afkoma Akraneskaupstaðar árið 2014 er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, en rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um 292 m.kr. eða um 6,2% af tekjum.
Lesa meira

Verkefnastjóri óskast til að annast undirbúning og umsjón með Írskum dögum

Akraneskaupstaður óskar eftir að ráða verkefnastjóra til að annast undirbúning og umsjón með framkvæmd Írskra daga á Akranesi. Um er að ræða tímabundið starf frá 20. maí til 10. júlí.
Lesa meira

Sumardagurinn fyrsti á Akranesi

Fimmtudaginn 23. apríl n.k. er haldið upp á sumardaginn fyrsta á Akranesi með margvíslegum hætti. Akranesviti er opinn frá kl. 13-16 og er tónlistarfólk sérstaklega hvatt til þess að koma og prófa hljómburðinn. Safnasvæðið Görðum er einnig opið frá kl. 13-17 en um þessar mundir er myndlistarsýningin Flæði í Guðnýjarstofu.
Lesa meira

Viðurkenningar og verðlaun fyrir góðan árangur í stærðfræðikeppni

Um helgina voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í stærðfræðikeppni á unglingastigi grunnskóla á Vesturlandi. Það er Fjölbrautarskóli Vesturlands á Akranesi sem staðið hefur fyrir þessari keppni og var þetta í sautjánda sinn sem skólinn heldur hana. Keppnin fór fram þann 13. mars sl. og var nemendum
Lesa meira

Samstarf um átak í eldvörnum á Akranesi

Eldvarnabandalagið og Akraneskaupstaður hafa gert með sér samkomulag um að efla eldvarnir á heimilum og í fyrirtækjum og stofnunum á Akranesi. Markmið samstarfsins er meðal annars að þróa verkefni sem geta nýst öðrum við eldvarnafræðslu og innleiðingu eigin eldvarnaeftirlits fyrirtækja og stofnana.
Lesa meira

Handverkssýning opnar á Bókasafni Akraness

Föstudaginn 17. apríl kl. 15:00 opnar Ásgeir Samúelsson yfirlitssýningu á handverki sínu á Bókasafni Akraness. Ásgeir er fæddur árið 1938 og hefur verið búsettur á Akranesi síðan árið 1956. Hann stundaði sjómennsku og smíðavinnu áður fyrr og var síðast í vinnu hjá Trésmiðju Þráins Gíslasonar en hætti störfum...
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 14. apríl nk.

1211. fundur bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 14. apríl kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira

Alþjóðlegur dagur einhverfu

Í dag, þann 10. apríl er haldið upp á bláan dag víðsvegar á landinu í tilefni af alþjóðlegum degi einhverfunnar sem var 2. apríl síðastliðinn. Á síðu styrktarfélags barna með einhverfu er hvatt til þess að foreldrar sendi börnin bláklædd í skólann þar sem blár er alþjóðlegur litur einhverfu. Þar segir að rétt eins og blæbrigði
Lesa meira

Atvinnuhúsnæði við Faxabraut 3 til leigu

Akraneskaupstaður auglýsir til leigu atvinnuhúsnæði við Faxabraut 3. Um er að ræða 94 fm² endabil með sérinngangi og með innkeyrsludyrum. Húsnæðið er ekki fullklárað að innan og reiknað er með að væntanlegir leigjendur komi húsnæðinu í það horf sem þeir þurfa fyrir starfsemi sína.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00