Fara í efni  

Deiliskipulagi lokið - breyting á deiliskipulagi og breyting á Aðalskipulagi vegna Þjóðvegar 13 og 15

Akrafjall.
Akrafjall.

Uppfært 29. september 2015: Deiliskipulag Miðvogslækjasvæðis, Þjóðvegur 13-15 er lokið með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 17. september 2015. 


Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017
Þjóðvegur 13 og 15


Bæjarstjórn Akraness auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017, samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í breyttri landnotkun á landi sem er skilgreint óbyggt svæði í land til sérstakra nota og stækkun á íbúðasvæði.

Breytingartillagan verður til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, 1. hæð frá og með 27. apríl n.k. til og með 12. júní 2015. 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til og með 12. júní 2015. Skriflegum athugasemdum þarf að skila í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, eða á netfangið akranes@akranes.is.

Tillaga að deiliskipulagi Miðvogslækjasvæði
Þjóðvegur 13 og 15


Bæjarstjórn Akraness auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi Miðvogslækjasvæði vegna þjóðvegar 13 og 15, samkvæmt 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Svæðið liggur milli Akrafjallsvegar (Þjóðvegar 51) og gamla þjóðvegarins, til norðurs liggur svæðið að lóðinni Þjóðvegi 17 og Þjóðvegi 15A (nýr hitaveitutankur), til suðvesturs er óbyggt land og skógrækt þar sem Miðvogslækur rennur um. Deiliskipulagsáætlunin gerir ráð fyrir opnu svæði til sérstakra nota á lóð nr. 15 og m.a. íbúðabyggðar á lóð nr. 13.

Deiliskipulagstillagan verður til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, 1. hæð frá og með 27. apríl n.k. til og með 12. júní 2015. 

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til og með 12. júní 2015. Skriflegum athugasemdum þarf að skila í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, 1. hæð, eða á netfangið akranes@akranes.is

Tillaga að breytingu má nálgast hér


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00