Fara í efni  

Fréttir

Styrkir til greiðslu fasteignaskatts 2015

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til aðila með starfsemi á sviði menningar-, íþrótta-, æskulýðs-, tómstunda- eða mannúðarmála. Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar á þar til gerðu eyðublaði. Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl.
Lesa meira

Útboð - Sláttur á opnum svæðum 2015-2017

Útboðsgögn verða afhent á geisladiski gegn 5.000 kr. gjaldi í reiðufé frá og með 27. mars n.k. í þjónustuveri Akraneskaupstaðar 1.hæð að Stillholti 16-18. Tilboð verða opnuð föstudaginn 10. apríl n.k. kl. 11:00 í fundarherbergi 1. hæð að Stillholti 16-18.
Lesa meira

Útboð - Suðurgata, gatnagerð og lagnir

Útboðsgögn verða til afhendingar frá og með 26. mars 2015 í þjónustuveri Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18. Gögnin verða gefin út á geisladiski og seld fyrir kr. 5.000,-. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu skipulags- og umhverfissviðs, Stillholti 16 -18, mánudaginn 13. apríl nk. kl. 11:00.
Lesa meira

Laus störf hjá íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar

Starfsmann (karl) vantar í 100% starf í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Um er að ræða framtíðarstarf sem felst m.a. gæslu í búningsherbergjum karla og þrifum og afgreiðslu í íþróttamannvirkjum. Unnið er á tvískiptum vöktum og þarf viðkomandi að geta hafið störf 1. júní nk. Laun samkvæmt kjarasamningi
Lesa meira

Laus störf í Leikskólanum Akraseli

Akrasel er grænfánaleikskóli sem leggur áherslu á umhverfismennt, útikennslu, jóga og hollt mataræði. Kjörorð leikskólans er náttúra, næring og nærvera. Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar á Akraseli:
Lesa meira

Stefnt að opnum íbúafundi með HB Granda í apríl

HB Grandi hefur lagt fram beiðni til skipulags-og umhverfisráðs um stækkun á starfsemi fiskþurrkunar á Breið þar sem forþurrkun á fiski fer fram í dag. Með þessu yrði forþurrkun og eftirþurrkun á fiski á einum og sama stað. Bæjaryfirvöld fengu verkfræðistofuna VSÓ til að leggja mat á þessi áform en það eru...
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 24. mars nk.

1210. fundur bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 24. mars kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira

Sólmyrkvinn á Akranesi

Um kl. 9:30 í morgun var orðið fjölmennt bæði við Breiðina og á Langasandi á Akranesi en á báðum stöðum var hópur fólks samankominn til að fylgjast með sólmyrkvanum. Sólmyrkvi myndast þegar tunglið fer á milli sólar og jarðar þannig að það varpar skugga á jörðina og sólin myrkv­ast að hluta eða í heild frá..
Lesa meira

Göngustígur lokaður frá Akraneshöll að Sólmundarhöfða

Framkvæmdir eru að hefjast við sjóvarnargarð með Langasandi þ.e. frá Merkjaklöpp að Sólmundarhöfða. Áætlaður framkvæmdatími er u.þ.b. 3 vikur. Óhjákvæmilegt er loka fyrir almenna umferð um svæðið meðan verkið stendur yfir og verður því göngustígurinn lokaður frá Akraneshöll að...
Lesa meira

Umferðaröryggi á Akranesi – ábendingar óskast

Undirbúningur að gerð umferðaröryggisáætlunar fer nú fram hjá Akraneskaupstað. Óskað er eftir ábendingum um atriði sem stuðlað geta að bættu öryggi í bæjarumferðinni, bæði fyrir gangandi, hjólandi og akandi.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00