Fara í efni  

Fréttir

Hraðhleðslustöð opnar í næstu viku

Hraðhleðslustöð opnar formlega n.k. þriðjudag kl. 10 á Akranesi. Bæjarbúar hafa eflaust tekið eftir framkvæmdum á bílaplani verslunarkjarnans á Dalbraut 1 en stöðin er staðsett þar.
Lesa meira

Sumarsýningar á bókasafninu

Handverkssýning félagsstarfs aldraða og öryrkja, opnar á Bókasafni Akraness föstudaginn 5. júní kl. 15. Sýndir eru munir frá vetrarstarfinu sem einstaklingar hafa unnið að Kirkjubraut 40 í vetur. Sýnd verða fjölbreytt verk sem lýsa vel öflugu skapandi starfi sem fer þar fram, og má þar nefna t.d. muni unna úr leir, gleri...
Lesa meira

Sumaráætlun Strætó á Vesturlandi

Vakin er athygli á því að sumaráætlun Strætó tekur gildi þann 7. júní n.k. fyrir ferðir á Vestur- og Norðurlandi. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Lesa meira

Fjölmennt á íbúafundi með HB Granda

Um 200 manns sóttu íbúafund um málefni HB Granda á Breið sem haldinn var í Tónbergi þann 28. maí síðastliðinn. Markmið fundarins var að kynna hugmyndir og óskir HB Granda um mögulega uppbyggingu á Akranesi og til að gefa bæjarbúum tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.
Lesa meira

Sumarstarf í Þorpinu

Frá 9. til 25. júní verður Frístundamiðstöðin Þorpið með sumarstarf (Gaman-saman) fyrir börn fædd 2002-2005. Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega sumardagskrá með mikilli útiveru og skapandi starfi
Lesa meira

Vorhreinsun Skagamanna

Vorhreinsun íbúa, fyrirtækja og stofnana á Akranesi fer fram dagana 29. maí - 8. júní. Bæjarbúar, ungir sem aldnir eru hvattir til að taka virkan þátt í að hreinsa og fegra bæinn okkar!
Lesa meira

Sumarlestur á Bókasafni Akraness hefst 1. júní

Nú þegar grunnskóla lýkur hefst Einu sinni var…sumarlestur á Bókasafni Akraness fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára. Sumarlesturinn hefst 1. júní og stendur til 7. ágúst. Sumarlesturinn hefur það að markmiði að hvetja til yndislesturs og viðhalda þannig og auka við þá lestrarfærni sem börnin hafa öðlast yfir veturinn í skóla.
Lesa meira

Jaðarsbakkalaug lokuð 30.- 31. maí

Jaðarsbakkalaug er lokuð dagana 30.-31. maí vegna Akranesleika Sundfélags Akraness. Þá er einnig aðeins opið til kl. 13:00 þann 29. maí. Bjarnalaug verður opin þess í stað opin þann 30. og 31. maí frá kl. 10:00-16:00.
Lesa meira

Hallgrímur verkefnastjóri Írskra daga

Hallgrímur Ólafsson leikari hefur verið ráðinn til starfa sem verkefnastjóri Írskra daga 2015. Starfið var auglýst um miðjan apríl með umsóknarfresti til 6. maí. Ellefu umsækjendur voru um starfið en einn dró umsókn sína tilbaka. Hallgrímur er með B.F.A gráðu frá Listaháskóla Íslands frá árinu 2007 og var nýlega ráðinn til starfa...
Lesa meira

Dagur góðra verka

Föstudaginn 22. maí n.k. hafa sambandsaðilar Hlutverks (samtök um vinnu og verkþjálfun) ákveðið að vera með dag sem kallaður er „fögnum góðum verkum“ Sambandsaðilar munu hafa staðina sína opna fyrir gesti og gangandi þar sem fólki gefst kostur á að kynna sér þau verkefni sem unnin eru...
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00