Fara í efni  

Verkefnastjóri óskast til að annast undirbúning og umsjón með Írskum dögum

Mynd tekin í Garðalundi á Írskum dögum.
Mynd tekin í Garðalundi á Írskum dögum.

Akraneskaupstaður óskar eftir að ráða verkefnastjóra til að annast undirbúning og umsjón með framkvæmd Írskra daga á Akranesi. Um er að ræða tímabundið starf frá 20. maí til 10. júlí.

Starfið felur í sér viðburðastjórnun, þ.m.t. skipulag og samskipti við fyrirtæki og einstaklinga. Gerðar eru kröfur um reynslu af viðburðastjórnun, skipulagshæfileika og samskiptahæfni.

Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Umsóknarfrestur er til og með 6. maí.

Nánari upplýsingar veitir Sædís Alexía Sigurmundsdóttir á bæjarskrifstofum Akraneskaupstaðar í síma 433-1000 eða á netfangið sædis.sigurmundsdottir@akranes.is


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00