Fara í efni  

Sumarsýningar á bókasafninu

Bókasafn Akraness
Bókasafn Akraness

100 ára kosningarafmæli kvenna

Handverkssýning félagsstarfs aldraða og öryrkja, opnar á Bókasafni Akraness föstudaginn 5. júní kl. 15. Sýndir eru munir frá vetrarstarfinu sem einstaklingar hafa unnið að Kirkjubraut 40 í vetur. Sýnd verða fjölbreytt verk sem lýsa vel öflugu skapandi starfi sem fer þar fram, og má þar nefna t.d. muni unna úr leir, gleri, silki, perlusaum, málað á postulín, prjónavörur og ýmislegt annað handverk. Félagsstarfið er rekið af Akraneskaupstað og er mikilvægur þáttur í lífi marga. Þá er að finna upplýsingar um félagsstarfið á sýningunni. 


Þá verður einnig opnuð sýningin „Vér heilsum glaðar framtíðinni“. Farandsýning frá Þjóðarbókhlöðunni í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Yfirskrift sýningarinnar ,,Vér heilsum glaðar framtíðinni“ er tilvitnun í ræðu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur þann 7. júlí 1915 þegar kosningaréttinum var fagnað í fyrsta sinn á Austurvelli. 

Sýningarnar standa báðar til loka júnímánaðar og eru opnar á afgreiðslutíma bókasafnsins, milli kl. 13-18.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00