Fara í efni  

Fjölmennt á íbúafundi með HB Granda

Mynd tekin á íbúafundinum.
Mynd tekin á íbúafundinum.

Um 200 manns sóttu íbúafund um málefni HB Granda á Breið sem haldinn var í Tónbergi þann 28. maí síðastliðinn. Markmið fundarins var að kynna hugmyndir og óskir HB Granda um mögulega uppbyggingu á Akranesi og til að gefa bæjarbúum tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri setti fundinn og fór yfir markmið fundarins og kynnti fundarstjóra kvöldsins sem var Björg Ágústsdóttir ráðgjafi frá Alta. Einar Brandsson formaður skipulags- og umhverfisráðs fór yfir skipulag á Breið og þá vinnu sem ráðið hefur unnið að síðustu mánuði í tengslum við umsókn HB Granda um breytingu á deiliskipulagi. Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda kynnti framtíðarsýn fyrirtækisins og þá möguleika sem þeir sjá fyrir fyrirtækið á Akranesi, þar með talda stækkun Laugafisks og Guðjón Jónsson frá VSÓ ráðgjöf fór yfir úttekt sem VSÓ gerði um lyktarmengun frá fiskþurrkun, bæði stöðuna eins og hún er í dag og þær fyrirætlanir sem HB Grandi hefur. Ennfremur hvað þarf að gera til viðbótar til að lágmarka lyktarmengun.   Hörður Helgason var fulltrúi samtakanna Betri byggð og byrjaði á því að afhenda Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra undirskriftarlista með á fjórða hundrað nöfnum bæjarbúa sem mótmæla fyrirhugaðri stækkun Laugafisks. Í erindi sínu fór Hörður yfir áhrif lyktarmengunar á lífsgæði á Akranesi og áhrif á íbúabyggð. Að loknum erindum var opnað fyrir spurningar í sal. Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar sleit síðan fundi rétt um kl. 23.00

Meðfylgjandi er fundargerð frá fundinum sem Gyða Björk Bergþórsdóttir frá Ritara annaðist og einnig eru glærur frá fundinum. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00