Fara í efni  

Laust starf félagsráðgjafa í barnavernd

Laus er til umsóknar 100% staða félagsráðgjafa í barnavernd hjá Akraneskaupstað. Um er að ræða tímabundið starf í u.þ.b. eitt og hálft ár. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa.

Helstu verkefni:

 • Vinnsla barnaverndarmála
 • Ráðgjöf við foreldra og börn
 • Samstarf við leik- og grunnskóla og aðrar stofnanir er tengjast börnum

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Starfsréttindi sem félagsráðgjafi
 • Reynsla á sviði barnaverndar æskileg
 • Lipurð í mannlegum samskiptum og lausnamiðuð hugsun
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Hér er sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar en einnig er hægt að sækja um í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð.  Umsóknarfrestur er til og með 10. október 2016. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sveinborg Kristjánsdóttir, félagsmálastjóri í síma 433-1000 eða á netfangið sveinborg.kristjansdottir@akranes.is.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00