Fara í efni  

Hjóla- og gönguvika framundan

Hjólafærni á Íslandi er í samvinnu við Akraneskaupstað um þróunarverkefnið hjóla- og gönguvika í þéttbýli sveitarfélagsins. Akranes er fyrsta sveitarfélagið til að taka þátt en verkefnið snertir samgöngur, menningu, heilsu og loftslagsmál. Dagarnir 10.-13. júní verður fyrsta hjóla- og gönguvika verkefnisins haldið á Akranesi.

Dagskrá Hjóla- og gönguvikunnar verður að hluta til sýnileg almenningi með opnum viðburðum, kynningum, göngu og hjólaferðum, viðgerðarnámskeiðum og hjóladegi. Hjólavottunin er unnin meira með þeim fyrirtækjum og stofnunum sem taka þátt í verkefninu og verður vonandi til batnaðar þannig að bæjarbúar og ferðamenn muni upplifa bætta hjólaaðstöðu í komandi framtíð.

Undirritun Alþjóðlega Göngusáttmálans er ný af nálinni og verður þetta fyrsta sveitarfélagið á Íslandi sem undirritar sáttmálann. Þar er áhersla á ágæti göngu fyrir öll samfélög og tekið utan um virði þess að ganga.

Opnir viðburðir vikunnar eru kynntir á Facebook og eru þessir:

Hjólafærni á Íslandi er fræðasetur um samgönguhjólreiðar og virkar samgöngur. Hjólafærni hefur um árabil leitt umræðuna innanlands um gildi virkra samgangna, hvort heldur með augum umhverfisins eða lýðheilsunnar. Þetta er nýtt verkefni sem byggir á áralangri reynslu og þekkingu sem hefur orðið til í starfi Hjólafærni frá stofnun þess www.hjolafaerni.is


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00