Fréttir
Innritun í leikskóla haustið 2019
11.03.2019
Á síðasta fundi skóla- og frístundaráðs var samþykkt inntaka í samræmi við rekstraráætlun leikskólanna fyrir árið 2019. Þannig verði börnum sem eru fædd frá 1. júní 2017-30. apríl 2018 boðið leikskólapláss á komandi skólaári. Börnum fæddum í maí 2018 verður boðin innritun í samræmi við laus pláss.
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur
08.03.2019
Fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 12. mars kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin.
Lesa meira
Breyting á opnunartíma þjónustuvers Akraneskaupstaðar
06.03.2019
Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum þann 28. febrúar síðastliðinn tillögu um breytingu á opnunartíma þjónustuvers Akraneskaupstaðar. Um verður að ræða tilraunaverkefni til eins árs og tekur breytingin gildi mánudaginn 18. mars næstkomandi.
Lesa meira
Dagskrá ráðstefnunar "Að sækja vatnið yfir lækinn" - skráning í fullum gangi
05.03.2019
Akraneskaupstaður, Landbúnaðarháskóli Íslands og Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir ráðstefnu tileinkaðri nýsköpun, lifandi samfélagi og atvinnulífi á Vesturlandi. Viðburðurinn er opinn öllum áhugasömum og ráðstefnan ber yfirskriftina „Að sækja vatnið yfir lækinn“.
Lesa meira
Ályktun bæjarstjórnar Akraness um umferðaröryggi í Hvalfjarðargöngum
28.02.2019
Á fundir bæjarstjórnar Akraness þann 26. febrúar var lögð fram svohljóðandi bókun og samþykkt einróma
„Bæjarstjórn Akraness lýsir yfir verulegum áhyggjum af stöðu öryggismála í Hvalfjarðargöngum einungis örfáum mánuðum eftir að Vegagerðin tók við rekstrinum og mönnuð vakt við göngin hefur verið lögð af...
Lesa meira
Auglýsing um breytingu á aðal- og deiliskipulagi Smiðjuvalla
28.02.2019
Skipulagsmál
Bæjarstjórn Akraness samþykkti 11. desember 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 - Smiðjuvellir, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða er auglýst breyting á deiliskipulagi Smiðjuvalla.
Lesa meira
Ályktun bæjarstjórnar Akraness um að fyrirhuguð stofnun þjóðgarða og friðlýstra svæða verði starfrækt á Akranesi
28.02.2019
Á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 26. febrúar var svohljóðandi bókun lögð fram og samþykkt einróma:
„Bæjarstjórn Akraness skorar á Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra að höfuðstöðvar nýrrar stofnunar um þjóðgarða og friðlýst svæði (hér eftir nefnd Þjóðgarðastofnun) verði staðsettar á Akranesi og að ný stofnun verði starfrækt með samlegð við Landmælingar Íslands.
Lesa meira
Auglýsing um breytingu á aðal- og deiliskipulagi í Flóahverfi
28.02.2019
Skipulagsmál
Bæjarstjórn Akraness samþykkti 12. febrúar 2019 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 - Flóahverfi, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða er auglýst breyting á deiliskipulagi
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 26. febrúar
23.02.2019
1288. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 26. febrúar kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á facebooksíðu Akraneskaupstaðar.
Lesa meira
Katrín Jakobsdóttir heimsótti Akraness nú á dögunum
15.02.2019
Miðvikudaginn 13. febrúar síðastliðinn tóku bæjarfulltrúar, bæjarstjóri og embættismenn Akraneskaupstaðar á móti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem var í embættisferð á Akranesi að heimsækja Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi og Akraneskaupstað.
Lesa meira
Fréttir
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember