Fara í efni  

Fimm verkefni fá styrk úr Lýðheilsusjóði 2020

Fimm verkefni frá Akraneskaupstað fengu nýverið úthlutað styrk úr Lýðheilsusjóð 2020. Áhersla sjóðsins er að styrkja aðgerðir sem miða að því að efla geðheilsu barna og fullorðinna, áfengis-, vímu og tóbaksvarnir, forvarnir og kynheilbrigði. Við mat á umsóknum fyrir árið 2020 var einnig sérstaklega horft til verkefna sem styðja minnihlutahópa, stuðla að jöfnuði til heilsu og tengjast nýsköpun á sviði forvarna og heilsueflingar. Alls bárust 247 umsóknir og voru veittir styrkir til 147 verkefna.

Verkefnin fimm sem hlutu styrk eru:

  • Engill úr Paradís (Grundaskóli) en hugmyndin er að gefa út rafrænt upplýsingarit um uppeldis- og kennslumál sem sérstaklega er ætlað foreldrum og forráðamönnum. Áhersla verður lögð á efni tengdu forvörnum, heilsueflingu o.fl. (kr. 500.000).
  • PEERS félagsfærniþjálfun fyrir börn og unglinga (Grundaskóli, Brekkubæjarskóli, Þorpið og Skóla- og frístundasvið). Námskeið í félagsfærni fyrir börn og unglinga og ungt fólk með einhverfu, ADHD, kvíða, þunglyndi eða aðra félagslega erfiðleika, einnig foreldra þeirra eða félagsþjálfa. (kr. 400.000).
  • Leggjum spilin á borðið og fræðumst! (Heilsueflandi samfélag). Að búa til spil með fræðsluefni um næringu, hreyfingu og svefn og gefa öllum heimilum Akraneskaupstaðar spilastokk. (kr. 300.000).
  • Samfélagið okkar; Næring, hvíld og hreyfing lykill að góðu lífi.  (Heilsueflandi samfélag).  Verkefnið snýr að því að fræða íbúa Akraneskaupstaðar um mikilvægi heilbrigðs mataræðis, svefns og hreyfingu. (kr. 300.000).
  • Forvarnaráætlun Grundaskóla. (Grundaskóli). (kr. 150.000).

Akraneskaupstaður óskar styrkþegum innilega til hamingju!


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00