Fara í efni  

Tillaga að breytingu á aðal- og deiliskipulagi við Kalmansvík

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017

Tjaldsvæði við Kalmansvík

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017, samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í að afmarkað er svæði til sérstakra nota O-16, sunnan Kalmansvíkur og norðan íbúðarbyggðar við Esjubraut. Tjaldsvæðið er afmarkað sem afþreyingar- og ferðamannasvæði. Íbúðasvæði Íb-21 norðan Kalmansvíkur er minnkað úr 14 ha í 13 ha. Mörkum hverfisverndarsvæðis Hv-1 er breytt og þau löguð að staðháttum. Mörkin miðast nú við raskað land (sjóvarnargarð) og stíga ofan fjörunnar í Kalmansvík.

 Tillaga að breytingu á aðalskipulagi

Tillaga að nýju deiliskipulagi við Kalmansvík

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti 10. desember 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi tjaldsvæðis við Kalmansvík. skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Svæðið liggur að stórum hluta að sjó, í suðaustur afmarkast það af Kalmansbraut og til suðvesturs af lóðum við Esjubraut. Tillagan fest í að skilgreina tjaldsvæði og gefa kost á byggingu gistihýsa og stærri þjónustubyggingar. Tjaldsvæðið er á jaðri hverfisverndarsvæðis og er hluti nýs landnotkunarreits inn þess.

Tillaga að breytingu á  deiliskipulagi 

Tillögurnar verða til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, Akranesi og á heimasíðu Akraneskaupstaðar frá og með 2. mars til og með 15. apríl 2020. Tillagan er einnig til kynningar á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir / ábendingum við tillögurnar til 15. apríl. Skila skal skriflegum athugasemdum í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, eða á netfangið skipulag@akranes.is.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00