Fara í efni  

Viðburðahald sumarsins á Akranesi

Frá 17. júní hátíðahöldum 2019
Frá 17. júní hátíðahöldum 2019

Margir hafa verið að velta því fyrir sér hvort og þá hvernig hátíðahöld á Akranesi verði á 17. júní og á Írskum dögum. Eins og gefur að skilja hefur það reynst flóknara en vanalega að skipuleggja viðburðahald sumarsins. Taka þarf mið af þeim fyrirmælum sem yfirvöld setja hverju sinni og haga framkvæmd viðburða því samkvæmt. Í auglýsingu heilbrigðisráðherra sem var gefin út þann 22. maí sl. kom fram að fjöldatakmörkun við 200 einstaklinga yrði í gildi til kl. 23:59 þann 21. júní. Því var tekin sú ákvörðun hér í bæ að fólki yrði hvorki stefnt saman á Sjómannadegi né á 17. júní en vonast til þess að rýmri fyrirmæli myndu líta dagsins ljós áður en kæmi að Írskum dögum og gera þá sem veglegasta.

Nú hefur komið á daginn að rýmri fyrirmæli munu gilda frá og með mánudeginum 15. júní og ef ekkert bakslag verður munu Írskir dagar verða að veruleika fyrstu helgina í júlí þó þeir muni ekki geta farið fram með hefðbundnu sniði. Það er unnið á fullu að útfærslu Írskra daga þessa dagana m.v. gildandi fyrirmæli og ættu drög að dagskrá að líta dagsins ljós strax í næstu viku.

Eins og fyrr segir verður fólki ekki stefnt saman á 17. júní en hátíðardagskrá verður streymt kl. 14:00 á fésbókarsíðu Akraneskaupstaðar. Byggðasafnið í Görðum verður opið frá kl. 10-17, messað verður í Akraneskirkju kl. 13 og Fimleikafélag Akraness verður með sölu á blöðrum og öðrum 17. júní varningi við tónlistarskólann milli kl. 11-16. Minnt er á viðburðadagatal á skagalif.is en þar geta allir skráð þá viðburði sem þeir standa fyrir.

Þeir sem hafa áhuga á því að standa fyrir viðburðum á Írskum dögum eru hvattir til að senda upplýsingar um þá við fyrsta tækifæri á irskirdagar@akranes.is. Þá eru þeir aðilar sem hafa áhuga á að vera með einhverskonar söluvarning á hátíðinni jafnframt beðnir um að senda upplýsingar á fyrrgreint netfang.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00