Fara í efni  

Fréttir

Bæjarstjórnarfundur 14. maí

1294. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 14. maí kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á facebooksíðu Akraneskaupstaðar.
Lesa meira

Nýr aðstoðarskólastjóri Brekkubæjarskóla

Staða aðstoðarskólastjóra við Brekkubæjarskóla var auglýst til umsóknar í lok mars og sóttu 9 manns um stöðuna, en einn dró umsóknina til baka. Ákveðið var að ráða Elsu Láru Arnardóttur í stöðuna, en hún er nú starfandi umsjónarkennari við skólann.
Lesa meira

Samningur milli Akraneskaupstaðar og KFÍA um Norðurálsmótið

Á fyrsta leik ÍA í Pepsimax deildinni gegn KA þann 27. apríl síðastliðinn var samningur undirritaður milli Akraneskaupstaðar og KFÍA um aðkomu kaupstaðarins að Norðurálsmótinu í knattspyrnu. Samningurinn gildir til þriggja ára, frá 2019-2021 og greiðir kaupstaðurinn árlega 3,1 m.kr. sem tekur verðlagsbreytingum milli ára.
Lesa meira

Sumaropnun Guðlaugar og Akranesvita

Sumaropnun Guðlaugar tók gildi þann 1. maí síðastliðinn og er nú opið frá kl. 12-20 fyrir utan miðviku- og laugardaga, þá verður opið frá kl. 10-18 og lengst á sunnudögum eða frá kl. 10-20. Guðlaug er frábært viðbót við útivist og afþreyingu á Akranesi og er aðgangur í laugina ókeypis.
Lesa meira

Eldsvoði í Fjöliðjunni

Í gærkvöldi þann 7. maí kviknaði í húsnæði Fjöliðjunnar við Dalbraut 10 á Akranesi. Rannsókn stendur nú yfir um hvar eldsupptök áttu sér stað en ljóst er að húsið er verulega skemmt og óstarfhæft. Forgangsverkefni stjórnenda Akraneskaupstaðar er að koma starfseminni í gang sem allra fyrst og er verið að leita lausna í þeim málum.
Lesa meira

Lýsing á breytingu á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag á Akranesi - tjaldsvæði Kalmansvík

Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt lýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu og nýtt deiliskipulag fyrir Tjaldsvæði Kalmansvík skv. 30. gr. og 3 mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa meira

Opnun frístundamiðstöðvar á Garðavelli - fjölskylduhátíð 11. maí

Akraneskaupstaður og Golfklúbburinn Leynir bjóða þér í opnun glæsilegrar frístundamiðstöðvar við Garðavöll laugardaginn 11. maí. Dagskráin stendur yfir frá kl. 12:00 - 15:00.
Lesa meira

Lokið - Skipulags- og umhverfissvið Akraneskaupstaðar óskar eftir tilboðum í verkið: Fimleikahús á Akranesi - Búnaður

Nýtt fimleikahús er í byggingu á Akranesi og verður tekið í notkun í lok desember 2019. Verkefnið felst í því að útvega og setja upp fimleikabúnað tilbúinn til notkunar í nýju fimleikahúsi sem er í byggingu við Háholt, Brekkubæjarskóla á Akranesi.
Lesa meira

Umsækjendur um starf aðstoðarskólastjóra við Brekkubæjarskóla

Akraneskaupstaður auglýsti starf aðstoðarskólastjóra við Brekkubæjarskóla í lok mars síðastliðinn með umsóknarfresti til 28. apríl. Umsækjendur voru níu talsins og dró einn umsókn sína tilbaka. Ráðningarferli stendur yfir.
Lesa meira

Vorhreinsun á Akranesi - Plokkum og flokkum

Akraneskaupstaður og Íþróttabandalag Akraness vilja hvetja alla bæjarbúa, unga sem aldna sem og fyrirtæki, stofnanir og hópa til að taka þátt í hreinsun og fegrun umhverfisins þann 8. maí næstkomandi.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00