Fara í efni  

Sumaropnun Guðlaugar og Akranesvita

Guðlaug

Sumaropnun Guðlaugar tók gildi þann 1. maí síðastliðinn til 31. ágúst. Opið frá kl. 12-20 fyrir utan miðviku- og laugardaga, þá verður opið frá kl. 10-18 og lengst á sunnudögum eða frá kl. 10-20. Guðlaug er frábært viðbót við útivist og afþreyingu á Akranesi og er aðgangur í laugina ókeypis.  

Í síðustu viku var nýtt húsnæði flutt á svæðið en þar verður annars vegar starfsmannaðstaða og hins vegar salernisaðstaða. Áætlað er að taka húsnæðið í notkun fljótlega eða þegar búið er að klára framkvæmdir að innan og fyrir utan. Þegar nýja húsið verður tekið í notkun verður hægt að leigja sjósundsfatnað á staðnum og versla matvörur frá Kaffihúsi Kaju. 

Á svæðinu í nálægð við Guðlaugu er einnig búið að opna ærslabelginn svokallaða og er vinna hafinn við að uppsetningu á nýjum hreystitækjum sem ættu að líta dagsins ljós um miðjan júnímánuð. 

Akranesviti

Sumaropnun Akranesvita tók gildi þann 1. maí síðastliðinn og er nú opið alla daga frá kl. 10-18 til 31. ágúst. Akranesviti er einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna og gegnir um leið mikilvægum þætti í menningar- og listalífi bæjarins. Aðgangseyrir er kr. 300 til að fara alla leið upp á topp vitans, en þar er útsýnið stórfenglegt allan hringinn, frá Reykjanesskaga, yfir höfuðborgina, Faxaflóann og út að Snæfellsjökli. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00