Fara í efni  

Akraneskaupstaður auglýsir nýjar lóðir til úthlutunar

Akraneskaupstaður auglýsir nýjar lóðir lausar til umsóknar undir par- og raðhús í Fagralundi. Um er að ræða tvær raðhúsalóðir við Fagralund 1 (A-B-C) og 2 (A-B-C) og þrjár parhúsalóðir við Fagralund 3A-3B, 4-6 og 5-7. Lóðirnar eru byggingarhæfar.

Um auglýsingu og úthlutun lóða gilda reglur Akraneskaupstaðar frá árinu 2018 en auglýsa skal lóðir sérstaklega með 2ja vikna umsóknarfresti að lágmarki og fer úthlutun fram samkvæmt vinnureglum ef fleiri en einn sækir um hverja lóð. Séu umsækjendur fleiri en einn um ákveðna lóð verður dregið um úthlutun hennar.

Sá aðili sem fær úthlutað lóð hefur sex mánuði til að hefja uppbyggingu en að þeim tíma liðnum fer viðkomandi lóð á almenna listann yfir lausar lóðir sé uppbygging ekki hafin. Akraneskaupstaður áskilur sér þann rétt að vera ekki bundinn röð úthlutunar lengur en umrætt tímabil. Jafnframt er gert ráð fyrir að úthlutun að nýju fari ekki fram fyrr en að liðnum 2 vikum eftir að lóðin kemur fram á listann yfir lausar lóðir.

Nánari upplýsingar um verð, umsóknareyðublöð og fleira eru aðgengileg hér. 

Umsóknarfrestur er til og með 10. desember 2019.

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00