Fara í efni  

Trésmiðjan Akur fagnar 60 ára starfsafmæli

Frá vinstri: Elsa Lára, Rakel, Halldór, Sævar Freyr og Bára.
Frá vinstri: Elsa Lára, Rakel, Halldór, Sævar Freyr og Bára.

Trésmiðjan Akur fagnaði 60 ára starfsafmæli í gær þann 20. nóvember 2019. Af gefnu tilefni færðu Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri ásamt bæjarfulltrúunum Elsu Láru Arnardóttur, Rakel Óskarsdóttur og Báru Daðadóttur, forsvarsmönnum Akurs gjöf sem samanstóð af málverki eftir Bjarna Þór og blómvendi frá Model. „Það er okkur afar dýrmætt þegar fyrirtæki fagna svona merkum áfanga í bæjarfélaginu okkar“ segir Sævar Freyr. 

Trésmiðjan Akur var stofnuð árið 1959 og er fyrirtækið nú til dags í eigu Stefáns Teitssonar og Fríðu Lárusdóttur og fjölskyldu þeirra. Halldór Stefánsson sonur þeirra hjóna er framkvæmdastjóri og Stefán Gísli Örlygsson barnabarn þeirra hjóna gegnir stöðu byggingarstjóri. Akur er farsælt fyrirtæki sem hefur starfað frá upphafi á sömu kennitölunni. Akur er til húsa við Smiðjuvöllum 9 og hefur starfsemi Fjöliðjunnar verið til húsa hjá þeim síðastliðnu mánuði eftir að eldur kom upp i húsnæði þess að Dalbraut. Við það verkefni sýndi Akur Akraneskaupstað einstakan velvilja og vann hörðum höndum við að breyta og aðlaga húsnæði sitt fyrir Fjöliðjuna. 

Akraneskaupstaður sendir starfsfólki Akurs innilegar hamingjuóskir með 60 ára afmælið. 

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00