Leikskólinn Garðasel þátttakandi í YAP verkefni
Heilsuleikskólinn Garðasel er þriðji leikskólinn á landinu til að innleiða YAP æfingarkerfið fyrir yngstu börnin en það hefur verið að þróa verkefnið undanfarna mánuði í samstarfi við Íþróttasamband fatlaðra. YAP verkefnið á sér áralanga sögu og stendur YAP fyrir- Young Athlete Project. Í Garðaseli er starfandi íþróttafræðingur sem hefur unnið hefur að innleiðingu YAP með starfsfólki. Í leikskólanum er nú boðið upp á YAP hreyfiþjálfun á hverjum morgni sem er aukahreyfitími fyrir valinn hóp barna. Einfalt hreyfipróf er lagt fyrir þau börn sem talið er að þurfi að fylgjast með betur og í kjölfarið er sett upp 8 vikna námskeið. Áhersla er lögð á verkefnið sé fyrir öll börn þó horft sé sérstaklega á börn með sérþarfir/frávik, en þau börn eru í áhættuhóp þegar kemur að virku íþróttastarfi seinna meir. Með því að bjóða upp á YAP hreyfiþjálfun er vonast til þess að aðstandendur þessara barna upplifi jákvæð áhrif á markvissri hreyfiþjálfun og fylgi börnum sínum eftir í áframhaldandi þjálfun þegar leikskólaárum lýkur. Allir geta nýtt sér æfingarkerfið og er það öllum að kostnaðarlausu.
Garðasel bauð til kynningar 8. nóvember sl. á verkefninu og fengu viðstaddir að sjá hreyfiþjálfun sem og kynningu á verkefninu. Ingunn Ríkharðsdóttir leikskólastjóri og Breki Berg Guðmundsson íþróttafræðingur sögðu frá innleiðingu verkefnisins í leikskólann.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember