Fara í efni  

Vel heppnaður bæjarstjórnarfundur unga fólksins

Þann 20. nóvember kom bæjarstjórn unga fólksins saman til fundar í bæjarþingsal Akraneskaupstaðar ásamt fulltrúum bæjarstjórnar, bæjarstjóra og starfsfólki skóla- og frístundasviðs.  Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar stýrði fundinum. Bæjarfulltrúar að þessu sinni voru Helgi Rafn Bergþórsson f.h. nemendafélags Grundaskóla, Arnheiður Anna Hallvarðsdóttir f.h. Arnardalsráðs, Embla Ísaksen f.h. nemendafélags Brekkubæjarskóla, Guðmunda Freyja Guðráðsdóttir f.h. Arnardalsráðs, Guðjón Snær Magnússon f.h. nemendafélag Fjölbrautaskóla Vesturlands og Jón Hjörvar Valgarðsson fulltrúi Hvíta hússins og áheyrnarfulltrúi í skóla og frístundaráði.

Undirbúningur að fundinum hófst hjá bæjarfulltrúunum á ungmennaþingi Vesturlands sem haldið var á Laugum í Sælingsdal og í kjölfarið var annað þing í Þorpinu. Líkt og áður þá komu margar góðar og gagnlegar ábendingar frá unga fólkinu. Ljóst er að þeim er annt um bæinn sinn og hafa skoðanir á því hvað mætti gera betur. Ungmennin voru helst ánægð með skólana, kennarana og að verið sé að skapa vettvang, eins og málþing og þennan fund, svo að raddir þeirra megi heyrast.  Krakkarnir eru ánægð með félagsmiðstöðina, allan þann fjölda íþróttagreina sem er í boði á Akranesi og hversu framarlega bæjarfélagið stæði, í samanburði við önnur sveitarfélög á Vesturlandi, varðandi þátttöku ungmenna í bæjarmálum. Það sem helst mætti bæta að þeirra mati líkamsræktaraðstaðan, efla körfuboltastarf, hafa fleiri viðburði sem henta ungmennum og hafa þá með í ráðum við skipulagningu. Einnig kom fram að efla mætti kynfræðslu og fjármálalæsi í grunnskólunum. Hugmynd að efla samstarf við Hvalfjarðarsveit og setja á laggirnar samráðshóp ungmenna og bæjarfulltrúa.

Eftir framsögu ungmennanna fór fram spjall við hina eiginlegu bæjarfulltrúa og sköpuðust afar líflegar og ekki síður gagnlegar umræður. Bæjarstjóri og kjörnir bæjarfulltrúar þökkuðu ungmennunum fyrir vel undirbúin erindi og málefnalega framgöngu. Fundinum var útvarpað beint og er hægt að nálgast fundargerðina hér.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00