Fara í efni  

Bólufreðinn og sultuslakur - fræðsla fyrir foreldra barna og ungmenna

Í kvöld þann 26. nóvember verður fræðslufundur fyrir foreldra barna og ungmenna um misnotkun kannabis og lyfseðilsskyldra lyfja. Fundurinn verður haldinn í Tónbergi, sal Tónlistarskóla Akraness að Dalbraut 1 og hefst hann kl. 18:00.

Yfirskrift fundarins er „Bólufreðinn og sultuslakur“ og er það Brúin starfshópur um forvarnir í samstarfi við minningarsjóð Einars Darra sem bjóða til fræðslufundarins. Dagskráin hefst með innleggi frá Guðrúnu Dóru Bjarnadóttur geðlækni um misnotkun kannabis og lyfseðilsskyldra lyfja. Mun Guðrún m.a. ræða um lyfjamenningu, viðhorf og ástæður misnotkunar slikra lyfja og fara yfir þau úrræði sem í boði eru. Þá munu einnig talsmenn Minningarsjóðs Einars Darra ávarpa gesti. Lúðvík Gunnarsson deildarstjóri í Þorpinu er fundarstjóri. Aðgangur er án endurgjald og eru allir foreldrar hvattir til að mæta.

Nánari upplýsingar um barnavernd Akraneskaupstaðar og forvarnarstarf má finna hér á heimasíðu Akraneskaupstaðar.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00