Fjölmennt á Malavímarkaði í Grundaskóla
Undanfarna daga og vikur hafa nemendur og starfsfólk Grundaskóla verið að undirbúa árlegan Malavímarkað sem fram fór í Grundaskóla í dag, fimmtudaginn 29. nóvember milli klukkan 11:45 og 13:00. Til sölu var fjölbreytilegur varningur sem búinn er til af nemendum Grundaskóla en allur ágóði rennur til styrktar skólastarfi í Malaví, einu af fátækustu ríkjum heims. Auk þess sem gestir gátu rölt á milli sölubása gátu þeir slakað á inni á sal skólans þar sem hægt var að kaupa vöfflur og rjúkandi drykki en jafnframt buðu nemendur skólans upp á tónlistaratriði.
Malavísöfnunin, Að breyta krónum í gull, hófst fyrir allmörgum árum þegar nemendur skólans ákváðu að leggja niður þá hefð að gefa hver öðrum jólagjafir en setja í stað þess ákveðna upphæð í söfnun þar sem markmiðið var að láta gott af sér leiða og gefa þeim sem þurfa meira á því að halda. Í gegnum árin hafa safnast heilmiklar fjárhæðir sem Rauði krossinn á Íslandi hefur haft milligöngu með að koma í réttar hendur. „Við í Grundaskóla erum afar stolt af þessu verkefni og myndast mikil tilhlökkun ár hvert þegar Malavímarkaður nálgast" segir Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri í Grundaskóla.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember