Fara í efni  

Fréttir

Vökudagar á næsta leiti

Menningarhátíðin Vökudagar hefst fimmtudaginn 27. október og stendur til sunnudagsins 6. nóvember. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi...
Lesa meira

Laust starf aðstoðarmatráðs í Leikskólanum Teigaseli

Aðstoðarmatráður óskast til starfa í Leikskólann Teigasel. Um er að ræða 75% stöðu til fastráðningar sem er laus frá og með 1. desember næstkomandi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 25. október

1242. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 25. október kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira

Laust starf skólaliða í Brekkubæjarskóla

Skólaliði óskast til starfa. Um er að ræða 94% stöðu með vinnutíma frá kl. 7:45 -15:45 mánudaga til fimmtudaga og 7:45 -15:00 á föstudögum. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Lesa meira

Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa nú opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands vegna verkefna á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar. Umsóknarfrestur í sjóðinn er til 26. október næstkomandi og verður atvinnuráðgjafi frá SSV með viðveru á Akranesi þann 18. október í bæjarþingsal
Lesa meira

Bleik skemmtun á Akratorgi

Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis, í samstarfi við Akraneskaupstað, ætlar að mála bæinn bleikan fimmtudaginn 13. október næstkomandi. Bleik stuðningsganga fer frá stjórnsýsluhúsi bæjarins undir taktföstum trommuslætti (Stillholti 16-18) kl. 18.00
Lesa meira

Á þriðja tug umsókna um starf fjármálastjóra

Tuttugu og fjórar umsóknir bárust um starf fjármálastjóra Akraneskaupstaðar en tveir umsækjendur drógu umsóknir sínar tilbaka. Umsóknarfrestur um stöðuna rann út þann 30. september síðastliðinn. Það er ráðningafyrirtækið Capacent sem heldur utan um úrvinnslu umsókna. Umsækjendur eru eftirfarandi í stafrófsröð:
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 11. október

1241. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 11. október kl. 17:00
Lesa meira

Grundaskóli 35 ára

Grundaskóli fagnaði 35 ára afmæli sínu í dag og hélt upp á afmælið með fjölbreyttum hætti. Farið var í skrúðgöngu í morgun frá skólanum og í íþróttahúsið að Jaðarsbökkum þar sem fram fór samsöngur hjá öllum bekkjum skólans. Í safnaskálanum í Görðum var svo opnuð leikmunasýning úr söngleikjum skólans og starfsfólki boðið í afmæliskaffi.
Lesa meira

Framkvæmdir að hefjast við Jaðarsbakkalaug

Í dag þann 6. október voru samningar undirritaðir við Pípó Pípulagningarþjónustu og GS Import vegna framkvæmda við Jaðarsbakkalaug. Framkvæmdir hefjast 17. október næstkomandi. Á meðan vinna verktaka stendur yfir verður athafnasvæðið við Jaðarsbakka girt af á bakka laugarinnar
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00