Fara í efni  

Opinn dagur í Tónlistarskólanum

Klarínettuhópur við Tónlistarskólann.
Klarínettuhópur við Tónlistarskólann.

Þessa dagana stendur yfir þemavika í Tónlistarskólanum á Akranesi þar sem nemendur fá reynslu í margvíslegu samspili í stað einkatíma. Nemendur fá tækifæri til að spila með öðrum nemendum sem þeir alla jafna spila ekki með og fá þannig að kynnast starfinu í Tónlistarskólanum frá nýjum hliðum. Á laugardaginn, þann 29. október lýkur þemavikunni síðan með opnum degi í skólanum þar sem afraksturinn af þemavikunni mun hljóma.

Gestir geta hlýtt á margvíslegan tónlistarflutning frá kl.12-17. Meðal þess er trommuhringur, samsöngur, forskólahópar, blásarasveit, strengja- og blásarasamspil, kór, trommusveit og margir aðrir litríkir tónlistarhópar. Þjóðlagasveitin Slitnir Strengir mun ekki láta sitt eftir liggja í tónlistarflutningi og verður auk þess með kaffisölu til styrktar ferðasjóði sínum.

Þá mun hljómsveit skólans skipuð 60 nemendum úr öllum deildum flytja lög eftir Grieg og Stravinsky kl. 13, kl. 15. og kl. 16.30.

Gestum býðst að skoða skólann, spjalla við kennara og prófa hljóðfæri.

Verið velkomin í Tónlistarskólann ykkar!


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00