Fara í efni  

Sementreitur - Tilboð í byggingarrétt á 115 íbúðum

Komin eru tilboð í byggingarétt á allt að 115 íbúðum á 6 lóðum á Sementreit.

Eftir er að úthluta um 300 íbúðum til viðbótar á svæðinu, sbr. gildandi skipulag.

Við val á bjóðanda var horft annarsvegar til útlits og gæði bygginga og hinsvegar til byggingarréttargjalds.

Bjóðendur voru fjórir og varð röð þeirra eftirfarandi:

Bjóðendur Stig 
Bryggja 2 ehf 25,5
Ferrum fasteignir ehf 62,3
Húsvirki ehf 67,2
Fastefli ehf 97,0

Hæsta einkunn sem hægt var að fá var 100 stig. Fastefli skoraði 37 stig af 40 mögulegum í útliti og gæðum og 60 stig af 60 mögulegum í byggingaréttargjaldi. Tilboð þeirra í byggingarétt var kr. 801.765.000. Lágmarks heimilað tilboð var hinsvegar kr. 402.750.000.

Umsögn matsnefndar um vinningstillögu er eftirfarandi:

„Tillagan er fallega unnin, spennandi og gefur góð fyrirheit um áframhaldandi byggð á Sementsreit. Framsetningin er góð. Vel er unnið með staðaranda og leitast við að tengja útlit við byggð í bænum. Uppbrot og efnisnotkun er skemmtileg með tilvísanir í nærumhverfi og þekktar byggingar. Kennileiti mættu vera meira afgerandi. Lóðin er áhugaverð og lífleg. Útgangur úr bílakjallara í miðjan garð virkjar lóðina og örvar samfélagsleg tengsl. Jákvætt er að bílakjallari sé ekki undir allri lóð og „jarðsamband“ náist í miðjum garði þar sem að hægt er að koma fyrir stórum trjám. Blágrænar ofanvatnslausnir á lóð og Svansvottun er jákvætt. Hugmynd að blöndun á sérbýli og fjölbýli með mismunandi húsgerðum gengur vel upp og gæði íbúða er góð.“

Í ljósi ofangreindra tilboða og þess að allar lóðir fóru út við Suðurgötu, horfir Akraneskaupstaður björtum augum til uppbyggingar á Sementsreit og hlakkar til samstarfs með þeim verktökum sem munu byggja upp reitinn.

Meðfylgjandi eru síðan tillögur þeirra bjóðenda sem buðu í byggingarréttinn:

Tillaga 160380 - Bryggja 2 ehf

Tillaga 172306 - Ferrum fasteignir ehf

TIllaga 300300 - Húsvirki hf. 

Tillaga 888722 - Fastefli ehf - vinningstillaga


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00