Fara í efni  

Nýtt leiktæki í Skógræktinni

Það gleður okkur að tilkynna að nú er búið að setja upp nýtt leiktæki í Skógræktinni, það er þrautabraut úr fallegum við sem fellur smekklega inn í umhverfið.

Leiktækið var afmælisgjöf til bæjarfélagsins frá menningar- og safnanefnd í tilefni af 80 ára afmæli kaupstaðarins. 

Egill Steinar Gíslason setti þrautabrautina upp og Gísli Jónsson sá um frágang. Leiktækið er frá Krumma

Við hvetjum fjölskyldur til að gera sér ferð og prófa þetta skemmtilega nýja leiktæki, minnum einnig á nýja útisviðið sem kynnt var til leiks í lok síðasta árs.

Það er nóg hægt að gera í Skógræktinni, tilvalinn staður til að njóta útivistar og samveru í fallegri náttúrunni.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00