Fara í efni  

Auglýsing um skipulag á Akranesi, Garðabraut 1 og Kirkjubraut 39

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum þann 8. september s.l. að auglýsa eftirtaldar tillögur í samræmi við 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010:

Deiliskipulag Garðabrautar 1

Tillaga að nýju deiliskipulagi sem tekur aðeins til lóðarinnar við Garðabraut 1, á lóðinni stendur félagsheimili KFUM og KFUK. Í skipulaginu felst m.a. að rífa núverandi byggingu. Lóðin er stækkuð inn á vegstæði Garðabrautar um 339,0 m², breytt lóð verður 3.424,0 m². Skilgreindir eru byggingarreitir fyrir tvö íbúðarhús fjögurra og sjö hæða með alls 20-30 íbúðum, hálfniðurgrafna bílageymslu sem tengist báðum íbúðarhúsum.


Deiliskipulag Stofnanareits – Kirkjubraut 39

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Stofnanareits vegna lóðarinnar nr. 39 við Kirkjubraut. Í tillögunni felst m.a. að í stað hótels er heimilt að byggja í íbúðarhúsnæði, með verslun og þjónustu á fyrstu hæð og bíla- og geymslukjallara. Hámarks nýtingarhlutfall fer úr 1,56 í 1,90.

Tillögurnar verða til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, Akranesi og á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is frá og með 22. september 2020 til og með 6. nóvember 2020.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillögurnar er til og með 6. nóvember 2020. Skila skal Skriflegum athugasemdum í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, eða á netfangið skipulag@akranes.is


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00